Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti

Vísbendingar eru um að veðurfar hafi áhrif á grænmetisneyslu.
Vísbendingar eru um að veðurfar hafi áhrif á grænmetisneyslu. mbl.is/Styrmir Kári

Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Telur hann að markaður fyrir grænmeti hafi stækkað hér á landi, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna og breytts neyslumynsturs hjá Íslendingum sem borða nú meira grænmeti en áður.

Horfur eru almennt góðar í garðyrkju í sumar, en veðurfar hefur sett strik í reikninginn í íslenskri grænmetisrækt einkum í úti- og kornrækt. Vísbendingar eru um að veðurfar hafi einnig áhrif á íslenska neytendur, því þegar vel viðrar virðast Íslendingar ólmir í grænmeti, miðað við sölutölur Sölufélags garðyrkjumanna.

Útflutningur á tómötum og gúrkum til Danmerkur hófst í vetur og að sögn Gunnlaugs er góð reynsla af viðskiptunum. Þjóðverjar hafa nú einnig sýnt áhuga á íslensku grænmeti og útflutningur til Þýskalands gæti orðið að veruleika. „Þetta er 80 milljón manna markaður og þarna er gríðarleg kaupgeta, en við höfum ekki verið sterk á þessum markaði með íslenskar vörur. Ég tel að þarna séu miklir möguleikar í kjöti, fiski og grænmeti líka,“ segir Gunnlaugur í umfjöllun um mál  þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert