Ásmundur Friðriks heldur á sjó í viku

Ásmundur hélt á sjó úr Grundarfirði í hádeginu í gær.
Ásmundur hélt á sjó úr Grundarfirði í hádeginu í gær. mbl/Arnþór Birkisson

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt á sjó í hádeginu í gær en hann mun starfa í viku sem kokkur.

„Ég fer á sjó frá Grundarfirði. Ég skil bílinn eftir í Reykjavík og fer bara með sjópokann með mér. Það er nú svolítið langt síðan síðast en sonur minn er á sjó og svo kom það upp að kokkurinn þurfti að fara í frí og þá var hringt og spurt hvort ég vildi ekki bara vera kokkur,“ segir Ásmundur í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þetta vera fína tilbreytingu frá þingstörfum. „Ég tók viku í sveit í fyrra þannig að það verður fínt að taka viku á sjó núna. Aðeins að tæma hugann. Þetta er bara mjög gott.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »