Fimmtán ára með of marga í bílnum

mbl.is/Hjörtur

Um klukkan fjögur í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu för fimmtán ára ökumanns á Gagnvegi. Fyrir utan það að bílstjórinn var réttindalaus, sökum ungs aldurs, var einum farþega ofaukið í bílnum en alls fjórir farþegar voru í bílnum. Voru þeir á aldrinum 14-17 ára. 

Málið var afgreitt með aðkomu móður ökumannsins en farþegarnir munu hafa verið í gistingu á heimili mæðginanna. Málið var einnig tilkynnt til barnaverndar. 

Líkt og undanfarnar nætur stöðvaði lögreglan fjölda bílstjóra í gærkvöldi og nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum ýmist fíkniefna eða áfengis, eða hvors tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert