Hljóp á meðan kartöflurnar suðu

Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri.
Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hafði hvorki tíma né pening til þess að fara í heilsurækt og ákvað að skreppa bara upp á tún og skokka aðeins. Ég hljóp í tuttugu mínútur og það var alveg yndislegt. Ég uppgötvaði þarna hvað það er frábært að nota útivist fyrir heilsurækt,“ segir Margrét Jónsdóttir. Margrét verður sjötug í sumar og lauk nýverið við Dyrfjallahlaupið.

Margrét segir áhuga sinn af hlaupi eða trimmi eins og hún kallar það, hafa kviknað árið 1984. Þá var hún kennari með þrjá unga syni og vantaði hreyfingu. „Þá var verið að bora eftir heitu vatni á Seltjarnarnesi þar sem við bjuggum. Ég fékk smá ljós frá bornum til að vísa mér smá leið og skokkaði þarna rétt á meðan kartöflurnar suðu.“

Margrét hafði starfað sem íþróttakennari í tíu ár og árið 1985 var haldinn trimmdagur á Seltjarnarnesi. Hún kenndi á þeim degi og langaði svo í kjölfarið að halda áfram að stuðla að hreyfingu fólks. „Í kjölfarið byrjuðum við að hittast einu sinni í viku út júnímánuð þetta ár. Síðan bættum við miðvikudegi við. Þetta varð svo vinsælt að þegar haustaði vorum við búin að bæta þriðja deginum við. Þetta kölluðum við trimmklúbb Seltjarnarness og hann starfar enn í dag.“

Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri.
Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri. Ljósmynd/Aðsend

Trimmklúbburinn hittist þrisvar sinnum í viku næstu fimm ár. Á þeim tíma sá Margrét um upphitun og tók á móti byrjendum í sjálfboðavinnu. „Mér leiddist aldrei að mæta og ég hljóp alltaf með fólkinu. Ég hugsað sérstaklega vel um byrjendur og þess vegna varð til svona stór hópur.“

Skapaði sér eigin stöðu

Að árunum fimm liðnum gekk Margrét svo til bæjarstjóra og varð ráðinn íþróttakennari við almenningsíþróttir á Seltjarnarnesi. Staða sem hún bjó í rauninni til og starfaði við næstu sex árin auk þess sem hún var enn þá bæði íþrótta- og almennur kennari.

Auk trimmsins sá hún um vatnsleikfimi nokkrum sinnum í viku, morgunleikfimi og gönguhóp. „Þetta voru þessar almenningsíþróttir sem ég fékk laun fyrir og ég var þarna í sex ár í viðbót og naut þess vel. Ég nýtti mér síðan skokkið mjög mikið og mér líkaði alveg ofboðslega vel að vera úti.“

Margrét á leið á Búlandstind með trimmklúbbnum góða.
Margrét á leið á Búlandstind með trimmklúbbnum góða. Ljósmynd/Aðsend

Margrét segist alla tíð hafa haft ánægju af hvers konar hreyfingu. Auk hlaupanna nýtur hún þess að fara í göngur, spilar golf, fer á gönguskíði og keppir í blaki. „Mér finnst eiginlega öll hreyfing skemmtileg. Ég hef alltaf beðið fólk um að athuga það að velja íþrótt sem maður hefur gaman af. Það geta ekki allir unnið en við getum öll haft gaman af. Þú þarft að gera þetta eins og þér hentar.“

Hljóp Dyrfjallahlaupið sjötug

Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Margréti var hún með sonum sínum að ljúka golfhring eftir göngu með gamla trimmklúbbnum í Breiðdalsvík. „Við gengum heiðar og skörð og enduðum svo á Búlandstindi. Þetta er grasrót sem blómstrar,“ segir Margrét um hópinn.

Margrét á toppi Búlandstinds.
Margrét á toppi Búlandstinds. Ljósmynd/Aðsend

Margrét ákvað að slá tvær flugur í einu höggi á Austfjörðum og hljóp Dyrfjallahlaupið í Borgarfirði eystra með syni sínum um síðustu helgi. Hlaupið er tuttugu og þriggja kílómetra utanvegarhlaup og Margrét segist vera ánægð að hafa tekið þátt. „Þetta var rosalega mikið og erfitt en ánægjulegast er að ég gat þetta og leið vel á eftir.“

Hlaup í lengri kantinum eru ekkert nýtt fyrir Margréti. Hún á flest hálfmaraþon kvenna á Íslandi auk þess sem hún hefur hlaupið hálfmaraþon í Gautaborg og Vín. „Ég er með flest því ég er orðin svo gömul. Svo hef ég verið heppin að komast í svona mörg.“ Þá segir Margrét að hálfmaraþonin hafi verið góð leið fyrir hana til að sjá hvort hún ætti að halda áfram að kenna íþróttir.

Margrét í Dyrfjöllum.
Margrét í Dyrfjöllum. Ljósmynd/Aðsend

Margrét segir það ánægjulegt að sjá hvað hreyfing er orðinn fastur liður í daglegu lífi margra. „Það sem mér finnst gaman að sjá í dag er vakningin. Maður þótti svolítið skrítinn í gamla daga að vera að hreyfa sig. Og hvað þá að vera að skokka úti á Seltjarnarnesi. Það voru ekki margir sem skokkuðu þar þegar ég byrjaði á því. Það er svo ánægjulegt að sjá hvernig þróunin hefur verið.“

Þá segir Margrét mikilvægt að fólk fari varlega af stað og hlusti á líkamann. Hún segir mikilvægt að fólk keppist ekki stanslaust við að hlaupa sem lengst heldur sé mikilvægara að vera markviss. 

„Ég er óskaplega heppin með líkamann minn og mér líður vel í honum. Ég hef aldrei verið mikil keppnismanneskja og aldrei þurft að sigra. Ég læt alltaf kroppinn minn segja mér hversu mikið ég get. Það þarf ekkert alltaf að skokka ofsalega langt. Þetta stutta og markvissa er það besta fyrir líkamann. Að gera eitthvað smá á hverjum degi. Það má líkja þessu við tannburstun. Við þurfum alltaf að gera þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Vandræðalegt en yndislegt“

17:05 „Þetta er hálfvandræðalegt, en yndislegt,“ sagði Bára Halldórsdóttir, sem mætti í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna vegna mögulegs máls sem verður höfðað á hendur henni fyrir upptökurnar á Klaustri. Mikill fjöldi fólks mætti til að sýna henni samstöðu. Meira »

Vopnað rán í Iceland í Glæsibæ

16:41 Vopnað rán var framið í verslun Iceland í Glæsibæ milli kl. 6:00 – 7:00 í morgun. Maður vopnaður hnífi gekk inn í verslunina og ógnaði starfsmanni með hnífnum en beitti honum ekki heldur sló til afgreiðslumannsins. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

„Áfram Bára“

16:40 „Ég er að sýna samstöðu með Báru. Það eru margir samankomnir hér til að styðja við bakið á henni,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

„Þjóðin er að springa“

16:33 Hörður Torfason tónlistarmaður var staddur í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Bára Halldórsdóttir mætti þangað í dag vegna Klaustursmálsins. Hann sagðist í samtali við blaðamann vera að sýna stuðning sinn við Báru, ekki veiti af því. Meira »

Í vanda á Kirkjufelli

16:23 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi kallaðar út fyrir skömmu til leitar að tveimur mönnum á Kirkjufelli við Grundarfjörð. Meira »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

16:01 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

„Mikilvægt“ að tryggja tilvist myndefnis

15:46 Reimar Pétursson lögmaður fjögurra þingmanna sem komu við sögu í Klaustursmálinu lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur áherslu á mikilvægi þess að myndefni úr öryggismyndavélum verði lagt fyrir dóm. Mikilvægt sé að tryggja tilvist myndefnisins áður en varðveislutími þess rennur út. Meira »

Brot á lögum og beinlínis hættulegt

15:30 Lögreglan á Vestfjörðum vinnur nú úr gögnum og sýnum í máli skipsstjóra á fiskibát sem handtekinn var á Suðureyri seint á föstudagskvöld, vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og brota á lögskráningu sjómanna. Meira »

Áfram í farbanni eftir slagsmál

15:27 Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að tveir menn skuli sæta farbanni til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Menn­irn­ir eru starfs­menn PCC á Bakka við Húsa­vík og eru grunaðir um lík­ams­árás hvor gegn öðrum í vist­ar­ver­um PCC. Meira »

Bára mætt í héraðsdóm

14:48 Bára Halldórsdóttir, sem hljóðritaði samtal sex þingmanna á kránni Klaustri í nóvember, er mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem til stendur að taka skýrslu af henni að beiðni lögmanns fjögurra þingmannanna. Hefst þinghaldið klukkan korter yfir þrjú. Meira »

Flugmiðaverðið hækkaði um 27%

14:40 Verð á flugmiða til fjögurra algengra áfangastaða WOW air og Icelandair hækkaði um 27% að meðaltali á tímabilinu 5. nóvember - 14. desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum. Meira »

Sofa á vinnustaðnum og öryggi ábótavant

14:31 Vinnueftirlitið hefur lokað byggingarvinnustað við Vesturberg 195 í Breiðholti, þar sem fyrirtækið Fylkir ehf. er í framkvæmdum. Vinna hefur verið bönnuð á öllu vinnusvæðinu þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin vegna slæms aðbúnaðar. Meira »

Þurftu að finna einhverjar lausnir

14:20 „Við höfðum svolitlar áhyggjur af þessu, létum prófa þetta og það gekk vel,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Breytingar verða á leiðakerfi Strætó í byrjun næsta árs en tvær leiðir munu keyra þröngar götur miðbæjarins vegna lokunar gömlu Hringbrautar. Meira »

Óásættanleg innilokun í Árneshreppi

13:37 Stór innviðaverkefni í Árneshreppi þola enga bið. Verði ekkert að gert gæti byggðin lagst af og þar með væru „varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi“. Meira »

Bíða skýrslu tæknideildar lögreglu

13:22 Rannsókn á upptökum eldsvoðans sem kom upp í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í nóvember stendur enn yfir á meðan beðið er eftir skýrslu tæknideildar lögreglunnar. Ekki er víst að hún muni skila óyggjandi niðurstöðum um orsakir eldsins segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

153% aukning í netverslun raftækja

13:21 Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Meira »

Ráðinn hönnunarstjóri hjá Brandenburg

12:55 Dóri Andrésson hefur verið ráðinn sem hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg.  Meira »

Aðgangur að dvalar- og hjúkrunarrýmum verður óháður aldri

12:52 Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum sem lagt var fram í því skyni að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvalarrými eða dagdvöl að halda, þannig að ekki sé lengur horft til aldurs heldur byggt á mati á þörf fólks fyrir þessi úrræði. Lögin öðlast þegar gildi. Meira »

Loka gömlu Hringbraut í sex ár

11:47 Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskrá Strætó verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Í janúar 2019 mun hluti gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...