Hljóp á meðan kartöflurnar suðu

Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri.
Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hafði hvorki tíma né pening til þess að fara í heilsurækt og ákvað að skreppa bara upp á tún og skokka aðeins. Ég hljóp í tuttugu mínútur og það var alveg yndislegt. Ég uppgötvaði þarna hvað það er frábært að nota útivist fyrir heilsurækt,“ segir Margrét Jónsdóttir. Margrét verður sjötug í sumar og lauk nýverið við Dyrfjallahlaupið.

Margrét segir áhuga sinn af hlaupi eða trimmi eins og hún kallar það, hafa kviknað árið 1984. Þá var hún kennari með þrjá unga syni og vantaði hreyfingu. „Þá var verið að bora eftir heitu vatni á Seltjarnarnesi þar sem við bjuggum. Ég fékk smá ljós frá bornum til að vísa mér smá leið og skokkaði þarna rétt á meðan kartöflurnar suðu.“

Margrét hafði starfað sem íþróttakennari í tíu ár og árið 1985 var haldinn trimmdagur á Seltjarnarnesi. Hún kenndi á þeim degi og langaði svo í kjölfarið að halda áfram að stuðla að hreyfingu fólks. „Í kjölfarið byrjuðum við að hittast einu sinni í viku út júnímánuð þetta ár. Síðan bættum við miðvikudegi við. Þetta varð svo vinsælt að þegar haustaði vorum við búin að bæta þriðja deginum við. Þetta kölluðum við trimmklúbb Seltjarnarness og hann starfar enn í dag.“

Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri.
Margrét í Dyrfjallahlaupinu ásamt syni sínum Ásgeiri. Ljósmynd/Aðsend

Trimmklúbburinn hittist þrisvar sinnum í viku næstu fimm ár. Á þeim tíma sá Margrét um upphitun og tók á móti byrjendum í sjálfboðavinnu. „Mér leiddist aldrei að mæta og ég hljóp alltaf með fólkinu. Ég hugsað sérstaklega vel um byrjendur og þess vegna varð til svona stór hópur.“

Skapaði sér eigin stöðu

Að árunum fimm liðnum gekk Margrét svo til bæjarstjóra og varð ráðinn íþróttakennari við almenningsíþróttir á Seltjarnarnesi. Staða sem hún bjó í rauninni til og starfaði við næstu sex árin auk þess sem hún var enn þá bæði íþrótta- og almennur kennari.

Auk trimmsins sá hún um vatnsleikfimi nokkrum sinnum í viku, morgunleikfimi og gönguhóp. „Þetta voru þessar almenningsíþróttir sem ég fékk laun fyrir og ég var þarna í sex ár í viðbót og naut þess vel. Ég nýtti mér síðan skokkið mjög mikið og mér líkaði alveg ofboðslega vel að vera úti.“

Margrét á leið á Búlandstind með trimmklúbbnum góða.
Margrét á leið á Búlandstind með trimmklúbbnum góða. Ljósmynd/Aðsend

Margrét segist alla tíð hafa haft ánægju af hvers konar hreyfingu. Auk hlaupanna nýtur hún þess að fara í göngur, spilar golf, fer á gönguskíði og keppir í blaki. „Mér finnst eiginlega öll hreyfing skemmtileg. Ég hef alltaf beðið fólk um að athuga það að velja íþrótt sem maður hefur gaman af. Það geta ekki allir unnið en við getum öll haft gaman af. Þú þarft að gera þetta eins og þér hentar.“

Hljóp Dyrfjallahlaupið sjötug

Þegar blaðamaður mbl.is náði tali af Margréti var hún með sonum sínum að ljúka golfhring eftir göngu með gamla trimmklúbbnum í Breiðdalsvík. „Við gengum heiðar og skörð og enduðum svo á Búlandstindi. Þetta er grasrót sem blómstrar,“ segir Margrét um hópinn.

Margrét á toppi Búlandstinds.
Margrét á toppi Búlandstinds. Ljósmynd/Aðsend

Margrét ákvað að slá tvær flugur í einu höggi á Austfjörðum og hljóp Dyrfjallahlaupið í Borgarfirði eystra með syni sínum um síðustu helgi. Hlaupið er tuttugu og þriggja kílómetra utanvegarhlaup og Margrét segist vera ánægð að hafa tekið þátt. „Þetta var rosalega mikið og erfitt en ánægjulegast er að ég gat þetta og leið vel á eftir.“

Hlaup í lengri kantinum eru ekkert nýtt fyrir Margréti. Hún á flest hálfmaraþon kvenna á Íslandi auk þess sem hún hefur hlaupið hálfmaraþon í Gautaborg og Vín. „Ég er með flest því ég er orðin svo gömul. Svo hef ég verið heppin að komast í svona mörg.“ Þá segir Margrét að hálfmaraþonin hafi verið góð leið fyrir hana til að sjá hvort hún ætti að halda áfram að kenna íþróttir.

Margrét í Dyrfjöllum.
Margrét í Dyrfjöllum. Ljósmynd/Aðsend

Margrét segir það ánægjulegt að sjá hvað hreyfing er orðinn fastur liður í daglegu lífi margra. „Það sem mér finnst gaman að sjá í dag er vakningin. Maður þótti svolítið skrítinn í gamla daga að vera að hreyfa sig. Og hvað þá að vera að skokka úti á Seltjarnarnesi. Það voru ekki margir sem skokkuðu þar þegar ég byrjaði á því. Það er svo ánægjulegt að sjá hvernig þróunin hefur verið.“

Þá segir Margrét mikilvægt að fólk fari varlega af stað og hlusti á líkamann. Hún segir mikilvægt að fólk keppist ekki stanslaust við að hlaupa sem lengst heldur sé mikilvægara að vera markviss. 

„Ég er óskaplega heppin með líkamann minn og mér líður vel í honum. Ég hef aldrei verið mikil keppnismanneskja og aldrei þurft að sigra. Ég læt alltaf kroppinn minn segja mér hversu mikið ég get. Það þarf ekkert alltaf að skokka ofsalega langt. Þetta stutta og markvissa er það besta fyrir líkamann. Að gera eitthvað smá á hverjum degi. Það má líkja þessu við tannburstun. Við þurfum alltaf að gera þetta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Olía í sjóinn á Fáskrúðsfirði

20:26 Olía fór í sjóinn við höfnina á Fáskrúðsfirði nú undir kvöld, er verið var að dæla olíu um borð í uppsjávarskipið Hoffell SU-80. Á bilinu 1.000-1.500 lítrar af olíu fóru í sjóinn, segir Grétar Helgi Geirsson, formaður björgunarsveitarinnar Geisla. Meira »

Lifa lífinu í gegnum aðra

20:15 Samfélagsmiðlar og svefnleysi geta haft neikvæð áhrif á geðheilsu ungmenna, segir sálfræðingur frá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Áhrifavaldar finna fyrir togstreitu þegar þeir framleiða efni fyrir samfélagsmiðla. Meira »

Fluttu matarvagninn til Ólafsvíkur

19:42 Matarvagninn The Secret Spot, sem hefur staðið við Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi, flutti um helgina starfsemi sina til Ólafsvíkur. Hjónin Víðir Haraldsson og Kolbrún Þóra Ólafsdóttir reka matarvagninn, en þau eru búsett í Ólafsvík. Meira »

Þáði starfið vegna kraftsins í Lilju

19:25 Jón Pétur Zimsen, nýráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, segir kraftinn og áhugann sem hann fann fyrir hjá Lilju hafa ráðið úrslitum þegar hann ákvað að taka að sér starfið. Jón Pétur lét í vor af störfum hjá Réttarholtsskóla eftir tuttugu ára starf hjá skólanum. Meira »

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

18:40 Alls eru 138 sjúkrarúm á vegum Landspítalans og SÁÁ fyrir fólk á aldrinum 15-64 ára sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á þessum aldri eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

Skullu saman við Seljalandsfoss

14:53 Umferðarslys varð við afleggjarann að Seljalandsfossi þegar fólksbíll og jeppi skullu saman upp úr hádegi í dag. Að sögn Sveins K. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, var um minni háttar árakstur að ræða og bar enginn skaða af. Meira »

Boltinn hjá íbúum og verktökum

14:38 „Ég er ánægðastur með hvað kjörsókn var góð og að íbúarnir hafi tekið þessari áskorun um íbúalýðræði með því að mæta á kjörstað,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Nýtt aðalskipulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss var samþykkt með öruggum meirihluta í gær. Meira »

Sviplausasta útivertíð í áratugi

13:57 Vegna mikillar rigningartíðar á höfuðborgarsvæðinu í maí, júní og júlí hefur sala á útimálningu verið minni en oft áður. „Þetta hefur algjörlega verið sviplausasta útivertíðin sem hefur komið hjá okkur í einhverja áratugi,“ segir Vigfús Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger. Meira »

Helmingi fleiri útköll slökkviliðs

12:47 Allt tiltækt slökkvilið var kallað út á sjötta tímanum í morgun vegna hugsanlegs elds í lýsisverksmiðjunni á Granda. Við komu slökkviliðs var ljóst að ekki var um eld að ræða. Meira »

Í haldi eftir stunguárás

12:40 Karlmaður er í haldi lögreglu vegna stunguárásar í austurborginni á fimmta tímanum í morgun. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á spítala eftir að hafa verið stunginn ítrekað í neðri hluta líkamans. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Meira »

Segir mótmæli gegn eftirliti tvískinnung

10:29 „Mér finnst ákveðinn tvískinnungur og skjóta skökku við að fulltrúi SA hafi miklar áhyggjur af þessu,“ segir Halldór Oddsson, lögmaður hjá ASÍ, um mótmæli Samtaka atvinnulífsins gegn eftirlitsmyndavélum um borð í fiskiskipum. Eftirlitsmenning hafi þegar átt sér stað í skjóli SA. Meira »

Lægðir á leiðinni með úrkomu

09:40 Hæðarhryggurinn sem færði okkur sólríkt veður á stórum hluta landsins í gær er nú á leið til austurs og verður brátt úr sögunni. Við tekur lægðagangur sem er með allra slappasta móti því vindur nær sér engan veginn á strik í dag eða næstu daga. Meira »

Vilja sökkva hvalveiðiskipunum

08:17 Stofnandi samtakanna Sea Shepherd, Paul Watson, segir að þau myndu gjarnan vilja sökkva þeim tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf. sem gerð eru út frá Íslandi til veiða á langreyði, líkt og samtökin hafi gert árið 1986 í tilfelli hinna tveggja skipa fyrirtækisins. Það sé hins vegar ekki skynsamlegt. Meira »

Á annað hundrað mál til kasta lögreglu

07:33 Alls komu upp að minnsta kosti 130 mál hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19 í gærkvöldi. Þar á meðal voru líkamsárás, slagsmál meðal ungmenna, unglingadrykkja, heimilisofbeldi og akstur undir áhrifum, auk þess sem ekið var á gangandi vegfaranda. Meira »

Strætó tæmir miðborgina

00:03 Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sagði við blaðamann rétt fyrir miðnætti í kvöld að eftir því sem hann best vissi gengi tæmingaráætlun miðbæjarins vel fyrir sig. Glæsileg flugeldasýning Menningarnætur er afstaðin, en eftir hana þurfa tugir þúsunda að koma sér heim. Meira »

Öruggur meirihluti fyrir nýju skipulagi

Í gær, 22:25 Öruggur meirihluti er fyrir nýju deili- og aðalskipulagi á Selfossi. Lokatölur liggja fyrir úr íbúakosningu meðal íbúa Árborgar vegna nýs miðbæjar á Selfossi en 58,5 prósent sögðust fylgjandi breyttu aðalskipulagi og 55,9 prósent fylgjandi nýju deiliskipulagi. Meira »

Annasamur dagur hjá Strætó

Í gær, 22:02 Vel hefur gengið hjá Strætó í dag þrátt fyrir miklar annir. Eitthvað var um tafir í byrjun dags vegna götulokana en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel og vagnarnir verið þétt setnir að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó. Meira »

Menningarnótt í blíðskaparveðri

Í gær, 21:35 Miðborg Reykjavíkur hefur verið troðfull af fólki í allan dag, sem hefur notið einmuna veðurblíðu og ýmissa viðburða á Menningarnótt. Ljósmyndarar mbl.is hafa verið á flakki um borgina og litið við á ýmsum stöðum. Meira »

„Hef bara gaman af lífinu“

Í gær, 21:30 Gerður Steinþórsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi og ævintýramanneskja með meiru, lauk nýlega við allar Landvættaþrautirnar svokölluðu. Að hennar sögn gekk undirbúningur fyrir keppnina vel og var hún sátt við árangurinn. Meira »
Hjólabækurnar eru vestfirskt framtak!
Höfundur Ómar Smári í Garðaríki á Ísafirði: Vestfirðir Vesturland Suðvestu...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Almanak Þjóðvinafélagsins 1875 - 2000, 33 bindi, Kvæði Eggerts Ól...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...