Skjálftahrina í Mýrdalsjökli

Kort af öllum skjálftum á Íslandi sl. 48 klukkutíma.
Kort af öllum skjálftum á Íslandi sl. 48 klukkutíma. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Mikil skjáltavirkni hefur verið í Mýrdalsjökli, í austurhluta Kötlu, undanfarinn sólarhring og mældist núna rétt fyrir klukkan eitt skjálfti af stærðinni 3,6.

Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofa Íslands, segir ekki ólíklegt að einhver jarðhitaleki verði í Múlakvísl þar sem skjálftavirknin sé á vatnasvæði Múlakvíslar.

„Það er engin hætta á ferðum eins og við sjáum þetta núna,“ segir Hildur María. „Eins og er lítur ekki út fyrir að það sé eitthvert almennilegt hlaup að fara að koma heldur bara smá leki. Þetta er eitthvað sem við erum mjög vön að sjá á þessum árstíma,“ segir hún.

Sjá má kort af öllum skjálftum á Íslandi síðustu tvo sólarhringana á vef Veðurstofunnar með því að ýta hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert