Herða eftirlit eftir helgispjöll

Snorri Ásmundsson gæðir sér á Hrauni í fullum skrúða í ...
Snorri Ásmundsson gæðir sér á Hrauni í fullum skrúða í Hríseyjarkirkju. Prestklæddur maður með súkkulaðistykki er kannski sjaldséð sjón. Birt með leyfi listamanns

Sóknarnefnd Hríseyjarkirkju tekur nú til endurskoðunar áður frjálslegan aðgang listafólks og ferðamanna að kirkjunni. Það er í kjölfar gjörnings Snorra Ásmundssonar listamanns, sem hefur vakið hörð viðbrögð. 

Fréttablaðið greindi fyrst frá.

Snorri Ásmundsson deildi í beinni útsendingu á Facebook „fallegri messu“ sem hann hélt í Hríseyjarkirkju. Gleðileikur sá varð sorgarleikur fyrir suma, sem þótti hann spilla helgi staðarins og sýna persónulegum munum fólks virðingarleysi.

Þykir leitt að þurfa að herða fyrirkomulagið

Narfi Björgvinsson, formaður sóknarnefndar Hríseyjarkirkju, segir þetta leiðinlegt mál í samtali við mbl.is. „Þegar maður veitir leyfi til tónleikahalds í kirkjunni á maður ekki von á að fólk gangi í muni og eigur annarra og noti það eftir geðþótta og í leyfisleysi,“ segir hann.

„Nú verður að endurskoða undir hvaða formerkjum kirkjan er lánuð. Ég kveikti ekki á hvað væri í vændum þarna og það snerist upp í þennan, ja, eigum við ekki að kalla hann gjörning. Ég dæmi svo sem ekki eitt eða neitt. Hann bara gekk of langt,“ segir Narfi, daufur í dálkinn að heyra.

„Kirkjan er vinsæl og hefur verið opin án eftirlits, fyrir til dæmis ferðamenn. Hún var alltaf opin frá eitt til fimm. Það kemur högg við þetta, sem er synd.“

„Ég vissi alveg hvað ég var að gera“

Snorri Ásmundsson lítur málið síður alvarlegum augum. „Ég var ánægður að fá að vera með kirkjuna og ákvað að vera með messu. Við fengum kirkjuna með því eina skilyrði að skila henni í sama ástandi og það gerðum við,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Spurður hvort hann iðrist gjörða sinna segist Snorri ekki sjá ástæðu til þess. „Auðvitað fór ég inn á viðkvæmt svæði. Ég vissi alveg hvað ég var að gera. En viðbrögð fólks eru ýmis og listamaður getur ekki einn borið ábyrgð á þeim.“

Um það hvort listamaðurinn sé kristinn sjálfur fengust helst til ónákvæm svör. „Þegar maður veit, fær maður ekki að trúa. Kristni er bara ein mynd af guði, eða æðri mætti. Trúarbrögð eru aðeins búningur utan um almættið. Mína tengingu við máttarvöld þarf ég ekki að skreyta með trúarbrögðum.“

mbl.is

Innlent »

Ræddu málið í morgunmatnum

12:50 „Ég get tekið undir hvert orð sem hún segir,“ segir Guðlaug Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu, um fyrirlestur Þóru B. Helgadóttur á ráðstefnunni „Gender and Sport“ í gær. Meira »

Sækja um að hjóla til Parísar

12:10 „Það eru þó nokkuð margir búnir að sækja um,“ segir Guðbjörg Þórðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Team Rynkeby á Íslandi. Frestur til að sækja um þátttöku í góðgerðarhjólreiðum frá Kaupmannahöfn til Parísar rennur út í dag. Meira »

Sofandi í hengirúmum við flugstöðina

11:41 Það hafa örugglega einhverjir flugvallargestir á Keflavíkurflugvelli talið sig vera enn að dreyma er þeir gengu í morgunsárið fram á tvo ferðalanga, sem voru sofandi svefnpokum í hengirúmum á yfirbyggðu gönguleiðinni sem liggur milli flugstöðvarinnar og bílastæðisins. Meira »

Fiskidagurinn á topp 10 hjá Bubba

10:47 Bubbi Morthens var óvæntur gestur á lokatónleikum Fiskidagsins mikla á Dalvík. Í Magasíninu, síðdegisþætti K100, sagðist Bubbi hafa komist óséður alla leið á sviðið íklæddur veiðigalla. Meira »

Fékk flugvélarhurð á sig og slasaðist

10:17 Flugvirki á Keflavíkurflugvelli sem var að vinna við hurð aftast á flugvél slasaðist í vikunni er hurð var skyndilega opnuð og lenti á andliti hans með þeim afleiðingum að hann hlaut nokkra áverka og vankaðist. Meira »

Júlíus Vífill ákærður

10:01 Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti af embætti héraðssaksóknara. Meira »

Styrkja flokkana um 13,3 milljónir

09:55 Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samtals er um að ræða 13,3 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna. Meira »

Játaði stórfellda kannabisræktun

09:39 Karlmaður á þrítugsaldri játaði við skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að hafa staðið að umfangsmikilli kannabisræktun sem lögregla fann við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Meira »

Afi gleði og snillingur vikunnar

09:19 Bræðurnir Gunnlaugur og Konráð Jónssynir fóru yfir vikuna í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar. Páll Bergþórsson, afi þeirra, kom þar nokkuð við sögu eftir að hafa farið í fallhlífarstökk 95 ára. Meira »

23% notuðu kannabis í rafrettur

08:47 Alls höfðu 23% þeirra sem tóku þátt í könnun SÁÁ á Vogi notað kannabisefni í rafrettur. Könnunin var gerð í lok júlí en mánuði fyrr var þetta hlutfall 13%. Meira »

Þrengt að umferð á Hellisheiði

08:16 Malbikaðar verða báðar akreinar til vesturs á Suðurlandsvegi, um 1 km á milli Litlu kaffistofunnar og vegamóta við Bolöldur, í dag. Ölfusárbrú við Selfoss er lokuð til hádegis. Meira »

Ölfusárbrú opnuð á hádegi

07:57 Brúin yfir Ölfusá verður opnuð fyrir umferð á hádegi í dag, þremur dögum á undan áætlun, að sögn Arons Bjarnasonar, deildarstjóra hjá Vegagerðinni. Meira »

Fleiri hyggja á ferðalög en í fyrra

07:37 Rúm 42% þátttakenda í könnun MMR um ferðavenjur Íslendinga í sumarfríinu kváðust ætla að ferðast bæði innan- og utanlands.   Meira »

Lilja Rannveig gefur kost á sér hjá SUF

07:03 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hefur tilkynnt um að hún gefi kost á sér til embættis formanns Sambands ungra framsóknarmanna á komandi sambandsþingi sem fram fer daganna 31. ágúst til 1. september. Meira »

Landið er á milli tveggja lægða

06:50 Landið er milli tveggja lægða, annarrar hægfara norðaustur af Langanesi, en hinnar suðvestur í hafi á fleygiferð til austurs og veldur því að fer að rigna syðra í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands í morgun. Meira »

Samkeppnin er að harðna

05:30 Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Keflavíkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það samsvarar rúmlega 900 farþegum á dag. Meira »

Enginn fyllir skarð lundans Tóta

05:30 Merlin Entertainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæheima, fiska- og náttúrugripasafns Vestmannaeyja.   Meira »

Áhugi á heimilislækningum

05:30 Ásókn í sérnám í heimilislækningum hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Meira »

Kortleggja Íslendingahópa á Facebook

05:30 Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hundruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Trékurlari óskast
Óska eftir að fá trékurlara til leigu eða kaups. Þarf að vera voldugur helst s...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...