Nálgast tvö hundruð ára aldur samanlagt

Trausti Magnússon, þá 97 ára, mokar strax stéttina heima hjá …
Trausti Magnússon, þá 97 ára, mokar strax stéttina heima hjá sér þegar snjóar. mbl.is/Golli

Trausti Magnússon og Hulda Jónsdóttir eru elstu núlifandi hjón á Íslandi. Trausti fagnar 100 ára afmæli sínu í dag en þrjú ár eru í að Hulda fagni sama áfanga.

Í umfjöllun um hjónin í Morgunblaðinu í dag segir dóttir þeirra æðruleysi og reglulegar máltíðir geta skýrt háan aldur og góða heilsu foreldra sinna.

Hjónin voru vitaverðir í Sauðanesvita í 39 ár en Sauðanes var ekki í sambandi við veg í átta af þeim árum. Þá var einfaldlega gengið yfir til Siglufjarðar til þess að komast í verslun. Hjónin eru því vön útiveru og fer Trausti gjarnan í göngur með dóttur sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »