Kína ekki eins opið og rætt var um

Ingólfur Þórsson, kjötvinnslustjóri hjá Fjallalambi, aðgætir Hólsfjallahangikjötið.
Ingólfur Þórsson, kjötvinnslustjóri hjá Fjallalambi, aðgætir Hólsfjallahangikjötið. mbl.is/RAX

Tækifæri til útflutnings lambakjöts til Kína eru miklu takmarkaðri en kynnt var á dögunum.

Aðeins er leyfilegt að flytja út lambakjöt frá einu sláturhúsi, Fjallalambi á Kópaskeri sem er með minnstu sláturhúsum landsins, auk þess sem ekki er hægt að flytja út innmat, hausa eða kjöt af fullorðnu.

Fjallalamb hefur 100-120 tonn af lambakjöti til að flytja út á ári en heildarútflutningur á lambakjöti hefur verið rúm 3.000 tonn. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag líkir forsvarsmaður stórs sláturhúss kvöðum Kínverja við tæknilegar innflutningshindranir. Fjallalamb hyggur á útflutning á sælkeramarkað á næstu vikum og vonast eftir góðu verði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert