Ekið á stúlku

Nú þegar degi er tekið að halla og sólin er …
Nú þegar degi er tekið að halla og sólin er lágt á lofti ber ökumönnum að fara að öllu með sérstakri gát. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Betur fór en á horfðist er ekið var á tólf ára stúlku sem var á reiðhjóli í austurborginni í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins slasaðist stúlkan ekki. Hún var með hjálm á höfði og var hann rétt spenntur. 

Hins vegar vill varðstjórinn ítreka fyrir ökumönnum að fara sérstaklega gætilega í umferðinni þessa dagana. Fjöldi barna er nú á ferð á leið í og úr skóla, m.a. á reiðhjólum. Og þegar sól er lágt á lofti getur því miður ýmislegt farið úrskeiðis ef ekki er farið að öllu með gát, eins og varðstjórinn orðar það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert