Borgarísjaki skammt undan landi

Borgarísjakinn er tignarlegur að sjá, skammt frá landi við Siglufjörð.
Borgarísjakinn er tignarlegur að sjá, skammt frá landi við Siglufjörð. mbl.is/Sigurður Ægisson

Myndarlegur borgarísjaki sést nú skammt undan landi við Siglufjörð. Áhöfn skips tilkynnti Veðurstofunni um jakann í morgun. Töluverður fjöldi tilkynninga um borgarísjaka, sem koma frá Grænlandi, hafa borist að undanförnu.

mbl.is fékk meðfylgjandi myndir sendar í dag sem sýnir ísjakann bera við himin á hafi úti. Fréttaritari mbl.is segir að jakinn sé „örstutt frá landi“.

Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vænta megi borgarísjaka á þessum árstíma en líklega megi þó segja að þeir séu óvenju margir í ár. Skip tilkynni um jaka sem verði á leið þeirra og fari svo að öllu með gát enda geti borgarísjakar reynst sjófarendum varasamir.

Vel er fylgst með borgarísjökum við Íslandsstrendur og tilkynningar um þá birtar hér.

Til vinstri á myndinni má sjá borgarísjakann sem er skammt …
Til vinstri á myndinni má sjá borgarísjakann sem er skammt undan landi við Siglufjörð. Ljósmynd/Helgi Helgason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert