Dagbækur Ólafs Ragnars varpa ljósi á Icesave

Ólafur Ragnar afhenti Þjóðskjalasafni 250 kassa af dagbókum til varðveislu.
Ólafur Ragnar afhenti Þjóðskjalasafni 250 kassa af dagbókum til varðveislu. mbl.is/Golli

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að dagbækur og minnisbækur sem hann hélt í forsetatíð sinni, og hefur nú afhent Þjóðskjalasafni, muni meðal annars varpa ljósi á það af hverju hann tók ákvörðun um að synja Icesave-frumvarpinu staðfestingar á sínum tíma. Þetta kom fram í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans í kvöld.

Ólafur sagðist hafa haldið dagbækur frá því hann var í menntaskóla og hann hefði haldið dagbókarskrifum sínum áfram eftir að hann varð forseti. Bækurnar hafi hann allar geymt ásamt minnisfærslum. Sagði hann þessar bækur geyma frásagnir af öllum helstu samtölum sem hann átti, bæði við ráðamenn þjóðarinnar og erlenda ráðamenn, á meðan hann var forseti.

Hann hefur nú gert samning við Þjóðskjalasafn um varðveislu bókanna, en um 250 kassa af skjölum er að ræða sem fluttir voru frá Bessastöðum eftir að hann lét af embætti forseta Íslands.

Margar útgáfur af yfirlýsingum vegna Icesave

„Ég skrifaði undir samning við Þjóðskjalasafn um að það verði, í samráði við mig, ákveðin tímamörk sett á þetta. Þó að ég hafi ekki setið við skriftir á ævisögu þá hef ég á undanförnum árum og áratugum skrifað mörg þúsund blaðsíður af frásögnum af samtölum og atburðum sem ég hef tekið þátt í og það er mjög forvitnilegt efni.“

Ólafur sagði það verða mikið verkefni, annaðhvort fyrir hann sjálfan eða aðra að vinna úr öllum skjölunum. „Þarna eru líka uppköst að yfirlýsingum, meðal annars margar útgáfur af uppköstum að yfirlýsingum mínum í Icesave-málinu. Það tók mig margar vikur að átta mig á því hvernig ég ætti að formúlera það. Þessu hef ég öllu haldið til haga. Menn hafa verið með alls konar kenningar um hvers vegna ég tók þessar ákvarðanir. Skjölin sem nú er verið að flokka í þjóðskjalasafni þau munu veita svör við því öllu saman.“

Strauss-Khan sagði Ólaf hafa rétt fyrir sér

Ólafur ræddi töluvert um Icesave-málið í viðtalinu og hvernig öll Evrópa ásamt Bandaríkjunum snerist gegn okkur vegna málsins. Rifjaði hann upp hvernig hann hefði nánast einn varið málstað Íslands í fjölmiðlum erlendis. Hann sagðist einnig hafa farið á lokaða fundi með helstu seðlabankastjórum og fjármálaráðherrum heims á árlegri viðskiptaráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss þegar Icesave-málið var í hámarki. Sagði hann það hafa verið mikla prófraun að sitja á móti þeim á klappstólum í lokuðu herbergi og flytja málstað Íslands.

Eftir einn slíkan fund hafi Dominique Strauss-Khan, þáverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, komið til hans og sagt að þetta væri allt rétt hjá honum. Það væri stórt vandamál í stjórn sjóðsins að Evrópuríkin væru á móti því að hjálpa Íslandi þó að starfsfólk sjóðsins vildi það.

Kínverjar stóðu með Íslandi gegn ofsóknum Evrópuríkja

Ólafur sagði einnig frá því þegar hann skrifaði forseta Kína bréf og óskaði kurteislega eftir samræðu um einhvers konar aðstoð vikurnar eftir hrun. Bréfið var afhent sendiherra Kína á Bessastöðum á laugardagskvöldi. Að sögn Ólafs hófu hann og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í kjölfarið að skrifa bæði forsætisráðherra og forseta Kína bréf vikum saman, sem sendiherrann svaraði svo munnlega. Þetta hafi leitt til þess að gerður var gjaldeyrisskiptasamningur á milli Seðlabanka íslands og Seðlabanka Kína. Sagði hann ýmis Evrópuríki hafa litið upp í kjölfar heimsóknar seðlabankastjóra Kína til landsins og hugsað með sér að það væri eins gott að fara að sinna Íslendingum aftur.

Þá sagðist hann hafa fengið að heyra það frá seðlabankastjóranum í heimsókn sinni til Kína árið 2016, hvernig forseti Kína hefði gefið þau fyrirmæli að fulltrúi Kína í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyldi ávallt styðja Ísland gegn ofsóknum Evrópuríkja.

„Hvort sem mönnum líkar það betur eða eða verr í umræðunni um Kína, þá skal því haldið til haga að þegar Bandaríkin og öll ríki Evrópu voru á móti okkur þá voru Kínverjar tilbúnir, á mjög fágaðan hátt, að senda þau skilaboð til umheimsins að Ísland skipti máli, án þess að hafa óskað eftir neinu í staðinn.

mbl.is

Innlent »

Köttur heimsfrægur starfsmaður

18:41 Kötturinn Pál er í fullu starfi sem músavörður á Fosshóteli á Hellnum á Snæfellsnesi. Köttur þessi er afar félagslyndur og talar mörg tungumál og dregur að gesti frá öllum heimshornum. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Miða út frá hópnum sem vill vita

18:32 „Þetta snýst um svarið við spurningunni: hvað gerirðu ef þú veist að manneskja er í lífshættu? Svarið ætti alltaf að vera: ég geri allt sem ég get til að bjarga henni. Út frá þeim punkti vinnum við þetta frumvarp“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

18:28 Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Hagsmunir tryggðir óháð þjóðerni

17:40 Ráðherra ferðamála telur ekki þörf á að setja upp sérstakar hindranir varðandi eignarhald í ferðaþjónustu, en segir að tryggja verði almenningi ákveðið endurgjald vegna starfsemi fyrirtækja á landi í almannaeigu og nýtingar á auðlindum. Meira »

Björgunaræfing við krefjandi aðstæður

17:19 Samhliða æfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, ákvað Landhelgisgæslan og danski heraflinn að efna til sameiginlegrar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í dag. Meira »

Fjölmennt herlið æfði í Keflavík

17:14 „Fyrsta verk landgönguliðanna er að setja upp öryggissvæði. Þegar því er lokið er hægt að flytja inn meira herlið, ef nauðsyn krefur, en á þessari æfingu er markmiðið að æfa flutning á hermönnum frá hafi og tryggja í kjölfarið lendingarsvæðið,“ segir Misca T. Geter, undirofursti hjá landgönguliði Bandaríkjahers, í samtali við mbl.is. Meira »

Neitaði að draga ummæli sín til baka

16:56 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór fram á það í ræðu sinni um störf þingsins á Alþingi í dag að Ásmundur Friðriksson gæfi skýringar á og drægi til baka ummæli sín þess efnis að Píratar hefðu bendlað hann við SS-sveitir þýskra nasista og kallað hann SS-mann. Meira »

Kóprabjalla og lirfur finnast  í hundafóðri

15:58 Kóprabjalla og lirfur hafa fundist í innfluttu hundafóðri og vekur Matvælastofnun athygli á þessi á vef sínum. Um er að ræða kóprabjöllur (Necrobia rufibes) og lirfur þeirra, sem fundist hafa í tveimur lotum af Hill's gæludýrafóðrinu Prescription Diet, Canine Z/D. Meira »

Taki aðstöðu nemenda til endurskoðunar

15:57 Fræðsluráð Hafnafjarðar vill að stjórnendur Áslandsskóla taki til endurskoðunar aðstöðu nemenda í matarhléum. Þetta kemur fram í svari fræðslustjóra Hafnafjarðarbæjar, sem segir erindi umboðsmanns barna um mataraðstöðu barna í skólanum verða tekið fyrir á næsta fundi skólaráðs Áslandsskóla. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Fái upplýsingar um lífshættulegt ástand

14:41 Ef nýtt frumvarp um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, nær fram að ganga, verður hægt að nálgast einstaklinga að fyrra bragði og veita þeim upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra sem kemur í ljós við vísindarannsóknir eða við framkvæmd gagnarannsókna. Meira »

Dæmdur fyrir að hóta lögreglu ítrekað

14:13 Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hóta ítrekað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna, en hann mældist með amfetamín, MDMA og slævandi lyf í blóði sínu. Meira »

Harmar alvarlegar ásakanir

14:03 Stjórn Sjómannafélags Íslands harmar alvarlegar ásakanir sem hún segir hafa komið í garð félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórnin hefur sent fjölmiðlum en þar segir hún Heiðveigu Maríu Einarsdóttur, sem boðað hefur framboð í komandi formannskosningum félagsins, hafa farið fram með órökstuddum staðhæfingum um að félagið hafi brotið gegn félagsmönnum. Meira »

Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

13:58 Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar. Að lokum náðist sátt um eina. Meira »

Stöldrum við á hamstrahjólinu

12:30 Félagslegur stöðugleiki er gríðarlega mikilvægur og jafnmikilvægur og efnahagslegur stöðugleiki. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á 45. þingi BSRB á Hilton hótel Nordica í morgun. Meira »

„Eðalsíld sem er þarna á ferðinni“

12:11 „Við fengum aflann í fjórum holum á einum sólarhring. Tvo hol gáfu 450 tonn, eitt 350 og eitt um 250. Aflinn fékkst norðaustast í færeysku lögsögunni og það er eðalsíld sem er þarna á ferðinni,“ segir Óli Hans Gestsson, stýrimaður á Berki NK, en von er á skipinu til Neskaupstaðar með 1.500 tonn af síld núna í hádeginu, eftir að hafa lagt af stað af síldarmiðunum í gærmorgun. Meira »

„Svei þér Eyþór Arnalds“

11:51 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það geri hana hrygga og hissa, en líka alveg „ótrúlega brjálaða“ að hlusta á Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, „hamast“ á Degi B. Eggertssyni borgarstjóra vegna braggamálsins svokallaða á meðan hann er í veikindaleyfi. Meira »
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648 Allar byggingarframkvæmdir sem krefjast byggingale...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN
SPÁI Í TAROT OG BOLLA. þEIR SEM FARNIR ERU SEGJA MER UM FRAMTÍÐ ÞÍNA. ERLA S. 58...