Íhugar að hætta viðskiptum við VÍS

Haraldur Benediktsson
Haraldur Benediktsson

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir fyrirhugaða lokun skrifstofa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni. Haraldur segir í nýlegri Facebook-færslu að hann íhugi að færa viðskipti sín frá VÍS vegna þessa.

Til stendur að loka skrifstofum í Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði, auk þess sem sex þjónustuskrifstofur annarsstaðar verða sameinaðar í stærri einingar.


Helstu rökin sem gefin eru fyrir skipulagsbreytingunum eru að samskipti við viðskiptavini fari í auknum mæli fram í gegnum net og síma og samkvæmt þjónustukönnun kalli viðskiptavinir eftir aukinni þjónustu á þeim vettvangi.


Haraldur spyr hvort tölvukerfi VÍS virki bara í Reykjavík og spyr enn fremur hvað hafi orðið um slagorðið „verslum í heimabyggð“.

mbl.is