Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Skógaheiði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan mann á Skógaheiði. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja mann sem slasaðist á fjórhjóli á Skógaheiði.

Maðurinn er ekki talinn alvarlega slasaður en vegna staðsetningar mannsins og gruns um hryggáverka þótti öruggast að kalla út þyrluna samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert