Felldi þrjú dýr á mínútu

Harpa Þórðar, Guðrún Hafberg og Bára Einars hér vígalegar með ...
Harpa Þórðar, Guðrún Hafberg og Bára Einars hér vígalegar með bráðina á gæsaveiðisvæðinu á Melum. Og að sjálfsögðu klikka þær ekki á rauða varalitnum. Mynd/aðsend

Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim. Þær eru saman í veiðifélaginu T&T International, þar sem mikið er lagt upp úr þema og stíl í veiðinni, en útgangspunkturinn er ávallt varaliturinn. Rauði varaliturinn sem dugir allan daginn fyrir útivistina og þær höfðu mikið fyrir að finna. 

„Ég hef aldrei séð þetta gert áður“

Eftir skotfimi æfingarnar er Bára eðlilega orðin svolítið hittin. Það nýttist henni heldur betur í fyrsta veiðitúrnum til Eistlands. Hún var óörugg um að kunna ekki til verka þegar út í skóginn var komið en hlutirnir gerðust hratt. „Ég sé dýr og stoppa ]fararstjórann] af með hendinni. Svo tók ég bara riffillinn og skaut þrjú dýr,“ útskýrir Bára og bætir því við að fararstjórinn hafi staðið alveg stjarfur. Hún hafi því hugsað mér sér að hún hafi sennilega bara mátt fella eitt dýr. Það var þó ekki tilfellið. „Ég hef bara aldrei séð þetta gert áður,“ sagði fararstjórinn loksins hissa eftir að hafa horft á Báru fella þrjú dýr með skoti beint í hjartað. Á innan við mínútu. 

Heltekin af veiðinni 

„Þetta tekur yfir lífið,“ útskýrir Harpa þegar hún lýsir tilfinningunni við að fella dýr. Hún minnist einnar ferðar til Grænlands þar sem hún felldi hreindýr. Ekki að hún hafi ekki fellt hreindýr áður, en þetta hafi verið af þeirri stærð sem hún hafði aldrei séð. Hún segir margt þurfa að ganga upp til að veiðin heppnist. „Og þegar maður nær að fella dýrið á hreinlegan hátt þá endurlifir maður það,“ útskýrir Harpa þegar hún lýsir því hvað sé spennandi við veiðina almennt. Sem dæmi hafi hún endurlifað veiðina á Grænlandi aftur og aftur, „örugglega svona þrjátíu sinnum á dag í átta mánuði þá hugsaði ég um þetta.“ 

Veiða með „skotheldan“ rauðan varalit

Það er ekki auðsótt að halda sér fínum og vel förðuðum í alls kyns veðri í útivistinni. Þær stöllur hafa þó tekið upp þann sið að vera alltaf með rauðan fallegan varalit á sér frá morgni til kvölds í veiðinni. Það er skylda. Sá varalitur er þó ekki auðfundinn líkt og konur vita, en þær versla ákveðna tegund sem heldur frá morgni til kvölds í ákveðinni búð ýmist í Bandaríkjunum eða Evrópu. Mikil vinna hefur verið lögð í að finna þennan eina sanna varalit, sem í raun mætti því kalla skotheldan varalit sem hentar tilefninu og hópnum.

Þær eru ekkert að grínast, allar ferðir þarf að undirbúa vel og hafa þær keyrt ólík þemu í ferðum sínum um heiminn og hér heima. Þær fá ekki samviskubit þegar bráðin er drepin enda er veitt til matar líkt og þær svara í kór í viðtalinu sem má nálgast hér að neðan. 

Hér er hluti af veiðifélaginu T&T International á veiðum í ...
Hér er hluti af veiðifélaginu T&T International á veiðum í Eistlandi. Ljósmynd/Aðsend
María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir og Harpa Þórðar hér með ...
María Anna Clausen, Bára Einarsdóttir og Harpa Þórðar hér með elginn sem þær veiddu í Eistlandi. Mynd/aðsend
Bára Einarsdóttir hefur keppt á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í ...
Bára Einarsdóttir hefur keppt á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli. Hér í Eistlandi að veiða elgi og rádýr. Mynd/aðsend
Harpa Hlín Þórðardóttir á og rekur Iceland Outfitters. Hér er ...
Harpa Hlín Þórðardóttir á og rekur Iceland Outfitters. Hér er hún stödd í Eistlandi að veiða elgi og rádýr ásamt félögum í T&T International veiðiklúbbnum sem hún stofnaði og allar konur með áhuga á veiði eru velkomnar í. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Vill að borgarstjóri axli ábyrgð

Í gær, 23:13 „Munurinn á þessum tveimur málum er þessi: framkvæmdastjóri félagsbústaða hefur sagt af sér en framkvæmdastjóri braggamálsins, sem er framkvæmdastjóri borgarinnar og borgarstjóri, hefur ekki gert það,“ segir oddviti Sjálfstæðisflokksins, spurður út í sitt álit á verkefni Félagsbústaða við Írabakka. Meira »

Skútuþjófurinn í farbann

Í gær, 22:08 Héraðsdómur Vestfjarða hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum um að maðurinn sem sigldi seglskútu í heimildarleysi úr höfn á Ísafirði aðfararnótt sunnudags sæti farbanni. Meira »

Íslenskir nemar elstir og tekjuhæstir

Í gær, 21:03 Íslenskir háskólanemar eru þeir elstu í Evrópu, eiga fleiri börn og eru með hærri tekjur en háskólanemar í öðrum Evrópulöndum, en kostnaður íslenskra háskólanema vegna fæðis og húsnæðis er um tvöfalt hærri en meðaltalið er í Evrópu. Meira »

Sveitarstjórn mótmælir seinagangi

Í gær, 20:58 Sveitarstjórn Skútustaðahrepps mótmælir seinagangi vegna gistináttaskatts í ályktun sem var samþykkt á dögunum.  Meira »

Kröfugerð VR samþykkt

Í gær, 20:32 Kröfugerð VR fyrir komandi kjaraviðræður var samþykkt á fundi trúnaðarráðs í kvöld. Í kröfugerðinni kemur fram að markmið kjarasamninga nú verði að rétta hlut þeirra lægst launuðu og auka ráðstöfunartekjur allra félagsmana. Meira »

Vilja láta rjúpuna njóta vafans

Í gær, 20:24 „Það er ljóst að við ofmetum rjúpnastofninn og það er skylda Náttúrufræðistofnunnar að hvetja til varfærni í tengslum við nytjar,“ segir fuglafræðingar hjá Náttúrufræðistofnun. Stofnunin hafi því ákveðið að miða rjúpnaveiðiráðgjöf sína við Vesturland í stað Norðausturlands eins og hefð sé fyrir. Meira »

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Í gær, 20:05 „Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands. Meira »

„Ég var ekki aðalhönnuður verksins“

Í gær, 19:30 Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Meira »

Kvartað yfir aðstæðum í skólamötuneyti

Í gær, 19:11 Umboðsmaður barna sendi síðasta vor bréf til Hafnarfjarðarbæjar eftir að embættinu hafði borist ábending vegna aðstæðna í skólamötuneyti í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Músarrindill, glókollur og rjúpa

Í gær, 18:43 Fuglalífið í Hrísey hefur sjaldan verið blómlegra en nú. Þegar sumrin eru góð og áfallalaus verður viðkoma fuglanna góð og lífið dafnar. Alls verpa um 40 tegundir fugla í eynni og mér finnst alltaf ævintýrið eitt að fylgjast með lífi þeirra,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri. Hann á sínar rætur í Hrísey og hefur síðan í æsku fylgst vel með fuglalífinu þar. Meira »

„Innri endurskoðun hlífir engum“

Í gær, 18:41 „Það var gott að það var farið fram á að innri endurskoðun tæki út þessar framkvæmdir og viðhald við Írabakka,“ segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, um úttekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Öðruvísi staðið að framkvæmdum núna

Í gær, 17:55 „Ég fagna því að það hafi verið ráðist í þessa úttekt,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn um út­tekt sem gerð var vegna um­fram­kostnaðar við end­ur­bæt­ur á íbúðum Fé­lags­bú­staða við Írabakka í Reykja­vík. Meira »

Nauðganir öflugt vopn í stríði

Í gær, 17:55 Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins. Nauðganir eru öflugt vopn á átakasvæðum og rödd Íslands skiptir máli þegar kemur að mannréttindum segir hann. Meira »

Hljóp á brott frá lögreglunni

Í gær, 17:52 Ökumaður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði stöðvað í Grafarvogi vegna gruns um ölvunarakstur hljóp úr bíl sínum á brott frá lögreglunni um fimmleytið í dag. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Í gær, 17:24 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Sigurvissir Svisslendingar

Í gær, 17:20 Þeir voru sigurvissir stuðningsmenn svissneska landsliðsins sem voru í miðbænum í dag og biðu eftir landsleiknum við Ísland á Laugardalsvelli í kvöld. Minnugir stórsigursins í síðasta leik spá þeir sínum mönnum öruggum sigri. Meira »
NUDD- LÁTTU ÞER LIÐA VEL.
Slakaðu á og láttu þer líða vel.Nudd er fyrir likamlega og andlega vellíðan. ...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp75 95 og 110 hp bátavélar frá TD Með gír og mælabo...
Bókhald
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...