Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

Á þessu ári hafa þingmenn kallað inn varamann í alls …
Á þessu ári hafa þingmenn kallað inn varamann í alls 57 skipti þegar þeir hafa horfið af þingi tímabundið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti.

Meðalkostnaður varaþingmanns í eina viku árið 2018 hefur verið 402.000 krónur, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi, og er kostnaðurinn því orðinn alls tæpar 23 milljónir á árinu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fjöldi varaþingmanna hefur farið vaxandi undanfarin ár, frá því að vera 23 árið 2011 upp í 57 í ár. En þess ber að geta að enn eru tæpir tveir mánuðir eftir af þinghaldi þessa árs og því gæti talan hækkað. Morgunblaðið fékk uppgefinn kostnað fyrir átta síðustu ár, frá 2011 til 2018, að báðum meðtöldum. Reyndist hann vera 166 milljónir króna samtals.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert