Viltu vera foreldri geranda eða þolanda?

Meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta …
Meðalaldur íslenskra stráka þegar þeir horfa á klám í fyrsta skipti er 11 ár. Skjáskot/#allirkrakkar

Allir krakkar geta orðið gerendur kynferðisofbeldis og allir krakkar geta orðið þolendur kynferðisofbeldis, en #allirkrakkar er ný herferð á vegum Stígamóta sem hefst í dag. Markmið herferðarinnar er að safna fé til þess að stofna fræðslumiðstöð um forvarnir gegn kynferðisofbeldi.

Markhópur átaksins er almenningur á Íslandi en sérstaklega er höfðað til foreldra um að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Ný leikin auglýsing sem sýnir þroskasögu tveggja krakka og hvernig staðalímyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra var frumsýnd í dag. Í lok auglýsingarinnar, sem sjá má hér að neðan, eru foreldrar ávarpaðir og þeirri spurningu beint til þeirra hvort þeim hugnist betur að vera foreldri geranda eða þolanda kynferðisofbeldis.

„Auðvitað viljum við ekki að börnin okkar upplifi þessar aðstæður og þess vegna þurfum við að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi,“ segir í tilkynningu frá Stígamótum vegna átaksins, sem nær hámarki þegar fræðsluþáttur um kynferðisofbeldi verður sýndur á RÚV 1. nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert