Borga fyrst, borða svo

Það styttist til jóla og farið verður að bjóða upp ...
Það styttist til jóla og farið verður að bjóða upp á jólahlaðborð á veitingahúsum þegar um næstu helgi. Síðan fylgja jólamatseðlar. Vinsælt er hjá hópum að fara saman út að borða jólamat í aðdraganda jólanna. mbl.is/Árni Sæberg

Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Hildur Ómarsdóttir, markaðsstjóri hjá Icelandair hótelunum, segir þau finna fyrir miklum áhuga á jólamatnum og nú þegar séu komnar margar bókanir.

„Við erum þakklát öllum þeim fjölda hópa sem hafa komið ár eftir ár til okkar í hlaðborð, ýmist á Hilton eða Reykjavík Natura sem og á landsbyggðarhótelunum. Á Reykjavík Marina og Canopy Reykjavík bjóðum við upp á jólamatseðla í stað hlaðborðs og erum þannig að gera okkar besta til að ná til sem flestra með fjölbreyttu úrvali,“ sagði Hildur.

Morgunblaðið heyrði af vinahópi sem ætlar á jólahlaðborð hjá Satt á Reykjavík Natura og var beðinn að greiða fyrirfram. Eins var mælt með því að drykkir yrðu pantaðir fyrirfram. Hildur sagði það ekki skilyrði að panta drykki fyrirfram. „Við höfum hins vegar lagt það til þegar hópapantanir eru lagðar inn að það geti flýtt afgreiðslu ef vínpöntun liggur fyrir. Eins höfum við verið með sértilboð á drykkjum fyrir stærri hópa og því ráðlagt fólki að skoða þau í slíkum tilvikum.“

Fyrirframgreiðsla ekki ný

Það hefur tíðkast í um sex ár hjá veitingastöðunum Satt, VOX, Slippbarnum og Geira Smart að fara fram á fyrirframgreiðslu hjá stærri hópum.

„Við erum gjarnan að taka frá heilu salina fyrir sérhópa, sem þá er ekki hægt að nýta með öðrum hætti ef þeir svo mæta ekki,“ sagði Hildur. „Samanlagt taka okkar veitingastaðir á móti fleiri þúsund manns árlega í bæði hlaðborð og jólamatseðla og reynum við hvað við getum að hafa fyrirkomulagið með þeim hætti að hægt sé að gera sem best við alla okkar gesti, hvort sem þeir koma í hópum eða sem einstaklingar. Nú er til að mynda að verða æ vinsælla fyrir stórar fjölskyldur að koma saman á veitingastað í stað þess að hittast í heimahúsi. Í þeim tilvikum þegar enginn einn er ábyrgur fyrir greiðslu, þá komum við að sjálfsögðu til móts við þá hópa og tökum við greiðslu frá hverjum og einum gesti þegar því verður við komið. En það gefur einnig augaleið að því fylgir verulegt óhagræði og tekjutap ef stórar bókanir eru afbókaðar með stuttum eða engum fyrirvara.“

Hildur segir að annað gildi um einstaklinga eða pör því auðveldara sé að selja tveggja manna borð með litlum fyrirvara en borð fyrir tuttugu manns eða fleiri.

Allt að 500 gestir í hópi

Stærstu pantanirnar séu fyrir allt að 500 gesti. Þá hefur það komið fyrir að hópar hafi pantað og síðan ekki látið sjá sig. Eins hefur það gerst að sami hópur hafi bókað sig á fleiri en einum stað og svo valið á síðustu stundu hvar skyldi borða með tilheyrandi tapi fyrir þann stað sem ekki varð fyrir valinu.

Hildur segir að komi upp forföll í hópi sem sé búinn að panta og borga t.d. fyrir jólahlaðborð sé að sjálfsögðu reynt að koma til móts við fólk í þeim kringumstæðum.

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Þeir sem farnir eru segja mér um framtið þína. Tarot og bollar. Tímap. Erla, s. ...
Til sölu Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 51 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, leðurklæd...