Aðalsökudólgarnir eru purusteik, hnetur og högl

Ekta dönsk purusteik finnst mörgum lostæti.
Ekta dönsk purusteik finnst mörgum lostæti. mbl.is/Árni Sæberg

Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, mælir með því að fólk fari að með gát þegar það bítur í jólakræsingarnar. Á þessum árstíma er jafnan talsvert um að fólk leiti til tannlækna vegna þess að það brýtur tennur sínar á hnetum og stökkri steikarskorpu og það getur verið bæði sársaukafullt og dýrt.

„Við tannlæknar verðum talsvert vör við þetta á þessum árstíma, eiginlega alveg frá því að jólahlaðborðin byrja,“ segir Elín. „Fólk brýtur tennurnar með því að bryðja skorpuna á purusteikum. Stundum er sökudólgurinn hnetuskurn sem hefur ef til vill ekki verið nægilega fjarlægð og loðir við hnetuna sem fer svo í sósu eða einhvern rétt þannig að skurnin er ekki sýnileg og fólk bítur í hana.“

Í Morgunblaðinu í dag segir Elín að alvarlegustu tilvikin af þessu tagi verði þegar bitið er í högl sem verða eftir í rjúpum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert