Tekið sé á vanda með timburhúsum

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri.
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð.

Þetta segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í pistli á vef Skógræktarinnar sem birtur var fyrir helgina. Vekur hann athygli á því að steinsteypa skilji eftir sig umtalsverð kolefnisspor. Virka efnið í sementi, sjálft límið, sé kalsíumoxíð. Það sé framleitt með því að hita eða brenna kalkstein en við það losni koltvísýringur út í andrúmsloftið. Auk sements séu síðan önnur steinefni, svo sem sandur, möl og bindijárn í steinsteypu. Járnvinnsla hafi enn meira kolefnisfótspor en sementsframleiðsla, hvort sem járnið sé frum- eða endurunnið. Flutningur á sandi og möl hafi líka áhrif.

Ætli mannkynið að hægja á hnattrænni hlýnun verður að leita allra mögulegra leiða, segir skógræktarstjóri. Í þeim öllum felist breytingar sem taki nokkurn tíma í innleiðingu svo forðast megi verstu efnahagslegu og umhverfislegu afleiðingar loftslagsbreytinga. Því þurfi strax að hefjast handa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: