Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Gríðarleg aukning hefur verið í notkun amfetamínskyldra efna á Íslandi.
Gríðarleg aukning hefur verið í notkun amfetamínskyldra efna á Íslandi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Slík lyf eru notuð við ADHD, þar á meðal Concerta. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun þessara efna.

Lyfjafræðingur segir þetta þróun sem Danir og Norðmenn hafi náð halda aftur af en ekki Íslendingar. Ekki er ósennilegt að hún haldist í hendur við ámóta aukningu í notkun svefnlyfsins melótónín.

Mímir Arnórsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun, birti í dag grein um almenna notkun geðlyfja á Íslandi. Í samtali við mbl.is um þessa síauknu notkun á bæði örvandi og slævandi lyfjum segir hann að svefnlyf, eins og melótónín, séu ósjaldan notuð sem mótvægi við örvandi áhrifum ADHD-lyfjanna, eins og Concerta. Þess séu þá dæmi, að börn séu látin taka metylfenídat á daginn og til mótvægis, melótónín á kvöldin til að sofna.

Mímir varar við þessari þróun og bendir á að melótónín sé ekki endilega eins skaðlaust og margir vilja halda fram. Þá brýnir Mímir í greininni fyrir fólki, að túlka tölfræði um lyfjanotkun ekki of lauslega. Um Ísland gildi einfaldlega ólík lögmál þegar rætt er um mikla notkun hinna og þessara lyfja.

Mímir segir að munurinn sé skýr á milli ávanabindandi lyfja og ekki ávanabindandi og að Íslendingar séu á eðlilegu róli í öðrum lyfjaflokkum en þeim sem reynast ávanabindandi.

Graf sem sýnir þróun í notkun Íslendinga á metylfenídati, borið ...
Graf sem sýnir þróun í notkun Íslendinga á metylfenídati, borið saman við Dani og Norðmenn. Skjáskot/Mímir Arnórsson.

Íslendingar stefna út úr sólkerfinu

Einna mesta áherslu leggur Mímir á aukningu í notkun Íslendinga á metylfenídati. „Í sumum flokkum er enginn afgerandi munur á okkur og öðrum en þegar kemur að metylfenídat-lyfjum er eins og við séum bara Voyager 2 að stefna út úr sólkerfinu,“ segir Mímir. Notkun á slíkum lyfjum hefur aukist um 164% á síðustu tíu árum.

Árið 2007 voru 10 dagskammtar á hverja 1.000 íbúa á dag hérlendis. Þá voru tveir dagskammtar á hverja 1.000 Dani. Þróunin hefur verið sú þaðan af, að nú eru rúmlega 30 dagskammtar á hverja 1.000 Íslendinga en 7,5 á hverja 1.000 Dani. Þannig hefur Ísland stóraukið notkun sína á þessu en Danir ásamt Norðmönnum náð að beisla þróunina, sérstaklega frá árinu 2010. Frá árinu 2010-2017 í Danmörku og Noregi stendur notkunin í stað á meðan hún stóreykst áfram á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sendir Miðflokksmönnum baráttukveðjur

13:03 „Ég sendi baráttukveðjur til þeirra þingmanna sem standa vaktina fyrir mig og börnin mín, dag og nótt, við algjörlega óviðunnandi og ómannúðlegar aðstæður, á vinnutíma sem varla getur talist boðlegur í nútíma samfélagi, í því að koma í veg fyrir að 3 Orkupakkinn verði samþykktur.“ Meira »

Fái ekki takmarkalausan ræðutíma

12:29 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fylgjandi því að þingskaparlögum verði breytt þannig að þingmenn fái ekki takmarkalausan ræðutíma um ákveðin mál eins og raunin hefur verið með umfjöllun Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Meira »

Vill skýrara regluverk um skattakóngalista

11:59 „Listinn mun ekki birtast. Það er ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta slíkar upplýsingar,“ segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri. Ekki verður sendur út listi til fjöl­miðla með upp­lýs­ing­um um hæstu greiðend­ur líkt og löng hefð hef­ur verið fyr­ir. Meira »

Jón Trausti fær 1,8 milljónir í bætur

11:13 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur auk vaxta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds sem hann sætti vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar árið 2017. Meira »

Valitor áfrýjar Wikileaks-máli

10:49 Valitor áfrýjaði nú í vikunni máli fyrirtækisins gegn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell til Lands­rétt­ar. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi Valitor til að greiða SSP og Datacell sam­tals 1,2 millj­arða króna í bæt­ur fyr­ir að hafa lokað greiðslugátt fyr­ir­tækja fyr­ir Wiki­leaks í 617 daga. Meira »

Notkun svartolíu bönnuð í landhelgi Íslands

10:16 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi. Auk tilætlaðs ávinnings fyrir loftslagið er breytingunni ætlað að stuðla að auknum loftgæðum við strendur Íslands. Meira »

Búið að opna inn að Landmannalaugum

10:08 Byrjað er að opna fjallvegi á hálendinu eftir vorleysingar, en Vegagerðin er búin að opna veg 208 frá Sigöldu inn að Landmannalaugum. Hins vegar er vegurinn áfram lokaður austur af Laugum og því þarf að fara sömu leið til baka, en Dómadalsleið er einnig lokuð. Meira »

Gefa ekki upplýsingar um hæstu greiðendur

09:59 Ríkisskattstjóri mun hætta að senda út lista til fjölmiðla með upplýsingum um hæstu greiðendur, líkt og löng hefð hefur verið fyrir, þar sem embættið telur ljóst að slík birting teljist ekki samrýmast þeim ákvæðum sem gilda um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Meira »

Varað við umferðartöfum

09:36 Framkvæmdum á Kleppsmýrarvegi í Reykjavík verður framhaldið í dag en í tilkynningu sem embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu barst segir að þeim ætti að vera lokið um kl. 14. Meira »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Fjarlægði hættulegt rör úr sjó

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...