Jáeindaskanni loks formlega opnaður

Hér kynnir Pétur Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítans, jáeindaskannann fyrir viðstöddum. ...
Hér kynnir Pétur Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítans, jáeindaskannann fyrir viðstöddum. Honum á hægri hönd er Alma Dagbjört Möller landlæknir. mbl.is/Eggert

Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. „Gríðarlega mikilvægt verkefni sem ekki hefði verið mögulegt og ábyggilega ekki svo fljótt sem raunin varð, ef ekki hefði verið fyrir aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í ræðu við athöfnina.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig viðstaddur. Í ræðu sinni gagnrýndi hann enn um sinn seinagang opinberra verkefna, eins og hann hefur áður gert í þessu samhengi, en fagnaði engu að síður því, að jáeindaskanninn væri kominn í gagnið. Íslensk erfðagreining lagði verkefninu til rúmar 700 milljónir.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var ekki viðstödd athöfnina og Páll færði kveðjur hennar til fundargesta, því hún komst ekki sökum anna á þinginu. Kári Stefánsson gagnrýndi fjarveru hennar í ræðu sinni.

Kári Stefánsson hélt stutta tölu, rétt eins og þeir Pétur ...
Kári Stefánsson hélt stutta tölu, rétt eins og þeir Pétur Hannesson röntgenlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Eggert

Jáeindaskanninn nýtist fyrst og fremst til þess að greina og meðhöndla krabbamein en einnig ýmsa aðra sjúkdóma. Þetta er tækni sem hefur kallað á utanferðir sjúklinga, því hún hefur ekki verið fyrir hendi hérlendis.

Talað er um að á tólfta hundrað sjúklinga geti gengist undir rannsókn í skannanum á ári en áður voru að meðaltali 200 sendir út til Danmerkur árlega. Ekki er því aðeins bót í máli fyrir þá sem þurfa rannsókn í skannanum bráðnauðsynlega, heldur verða þar að auki einfaldlega fleiri jáeindaskannanir framkvæmdar.

Eðlilegt að spítalinn þiggi gjafir

Skanninn var tekinn í gagnið í ágúst en einhverjir tæknilegir örðugleikar létu á sér kræla fyrst um sinn. Nú gengur ferlið hins vegar smurt fyrir sig. „Opnum ekki hluti með pomp og prakt nema við vitum að þeir virki,“ segir Páll Matthíasson í samtali við mbl.is.

Páll segir skannann til mikilla hagsbóta, ekki síst fyrir þá sem voru of veikir til þess að ferðast á sjúkrahús í Kaupmannahöfn til rannsóknar. „Það er allt annað að koma bara hingað á Landspítala í skannann,“ segir Páll.

Að öðru leyti telur hann fé Landspítalans til tækjakaupa með viðunandi hætti, ólíkt því sem áður var. Öðrum lögmálum lúti stór kaup eins og þessi jáeindaskanni og Páll segir í því samhengi að peningagjafir til tækjakaupa frá velunnurum spítala þekkist víða um heim. „Í hinum fullkomna heimi þyrftu stjórnvöld ekki að þiggja svona gjafir en það er nú vel þekkt víða um heim að ferlum sé hraðað með þessum hætti,“ segir Páll um styrk ÍE til spítalans fyrir skannanum.

mbl.is

Innlent »

„Segir einhver nei við þessu?“

Í gær, 23:01 „Þau voru mjög varfærin í símann og spurðu hvort ég hefði nokkurn áhuga á þessu. Ég velti því fyrir mér hvort það segði einhver nei við þessu boði,“ segir Aldís Amah Hamilton, sem fyrst kvenna af erlendum uppruna brá sér í hlutverk fjallkonunnar í Reykjavík í tilefni þjóðhátíðardagsins. Meira »

„Þetta er búið að vera alveg brjálað“

Í gær, 22:45 Liv Bach Bjarklind gerði sér lítið fyrir og útskrifaðist úr fjögurra ára námi við leiklistarháskólann Pace í New York á þremur árum. Hún var í tvöföldu námi í vetur en framtíðin er óskrifað blað. Meira »

Flaug sigurbílnum sjálfur heim

Í gær, 21:41 Guðmundur Hilmarsson, eigandi bifreiðar af gerðinni Ford Skyliner af árgerð 1957 sem hreppti verðlaun sem áhugaverðasti bíllinn á hátíðarbílasýningu Bíladaga Orkunnar, flaug bílnum sjálfur heim frá Bandaríkjunum árið 1996. Meira »

Hættulegar aðstæður við Vífilsstaðavatn

Í gær, 21:20 Töluverð möl hefur safnast saman á veginum við Vífilsstaðavatn og stefnir hún hjólreiða- og bifhjólamönnum í hættu. Í samtali við mbl.is segist Árni Friðleifsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa fengið ábendingu þess efnis í dag. Meira »

Greynir íslensku í mállegar frumeindir

Í gær, 20:35 Greynir er nýr málgreinir sem fyrirtækið Miðeind vinnur að. Forritið undirgengst djúpmálsþjálfun til að „læra“ íslensku, með það fyrir augum að bjóða upp á einn fullkomnasta villugreinanda sem sést hefur. Meira »

Unga fólkið sinnti þingstörfum 17. júní

Í gær, 20:21 Sjötíu ungmenni á aldrinum 13 til 16 ára tóku þátt í þingfundi á Alþingi í dag í tilefni 75 ára afmælis lýðveldis Íslands. Var markmið fundarins að gefa ungu fólki kost á að kynna sér störf Alþingis og koma málum sínum á framfæri við ráðamenn. Meira »

„Þessi gaur er goðsögn!“

Í gær, 19:42 „Þessi gaur er goðsögn,“ sagði þýski tónlistaráhugamaðurinn Simon um tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddssen eftir að hafa gengið um bæinn með honum og fræðst um íslenska tónlistarsögu. mbl.is slóst með í för í tónlistarröltið. Meira »

Síminn stærstur á ný

Í gær, 19:29 Síminn hefur mestu markaðshlutdeild símafyrirtækja á farsímamarkaði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar um stöðuna á markaðnum í árslok 2018. Í árslok voru 34,5% landsmanna með farsíma hjá Símanum, 32,1% hjá Nova og 31,1% hjá Vodafone/Sýn. Meira »

Mjaldrarnir lenda á miðvikudag

Í gær, 18:50 „Undirbúningurinn hefur verið langur og strangur og staðið yfir í hálft ár. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni sem mun án efa vekja mikla athygli um allan heim,“ segir Sigurjón Ingi Sigurðsson hjá sérverkefnadeild TVG-Zimsen. Meira »

Fyrstu BA-próf í lögreglufræðum

Í gær, 18:02 Háskólinn á Akureyri útskrifaði á laugardaginn fyrstu nemendur landsins með BA-próf í lögreglu- og löggæslufræði og auk þeirra vænan hóp með diplómapróf fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Eyrún Eyþórsdóttir aðjúnkt sagði mbl.is frá þessu nýja háskólanámi norðan heiða. Meira »

Ók tryllitækinu á 182 km hraða

Í gær, 17:25 Valur Jóhann Vífilsson bar sigur úr býtum þegar keppt var í sandspyrnu á Bíladögum á Akureyri sem hafa farið fram um helgina. Hann ók tryllitæki sínu af tegundinni Chevrolet á 182 km hraða eftir 91 metra langri brautinni á aðeins 3,06 sekúndum. Þetta er mesti hraði sem hefur náðst á brautinni. Meira »

Lýðveldiskaka, kandífloss og hoppukastalar

Í gær, 16:59 Það var margt um manninn í miðborg Reykjavíkur í dag enda af nógu að taka. 75 metra lýðveldiskaka, einn metri fyrir hvert ár lýðveldisins, stóð gestum og gangandi til boða, auk hoppukastala, andlitsmálningar, kassabíla, kandífloss, tónlistaratriða og þar fram eftir götunum. Meira »

Stemningin á Akureyri í myndum

Í gær, 16:32 17. júní á alltaf sérstakan sess í hugum Akureyringa, en auk þess að halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan fögnuðu Akureyringar um 150 stúdentsefnum sem útskrifuðust úr Menntaskólanum á Akureyri í dag. Meira »

Bogi og Halldóra sæmd fálkaorðu

Í gær, 15:47 Halldóra Geirharðsdóttir og Bogi Ágústson voru meðal sextán íslendinga sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag hinni íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Meira »

Slökkvilið loftræsti grænlenskan togara

Í gær, 15:31 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfninni í Skarfagarði í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Þar hafði grænlenskur fiskibátur lagt að landi og beðið um aðstoð við að loftræsta, en ammoníak hafði lekið í bátnum. Meira »

Haraldur borgarlistamaður Reykjavíkur

Í gær, 15:00 Haraldur Jónsson myndlistarmaður var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur 2019 við hátíðlega athöfn í Höfða.  Meira »

Féll af mótorhjóli í Reykjanesbæ

Í gær, 14:35 Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fallið af mótorhjóli við Mánatorg í Reykjanesbæ. Meira »

Borgarstjóri kom manni til aðstoðar

Í gær, 12:12 Karlmaður á miðjum aldri hneig niður meðan á athöfn stóð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík þegar lagður var blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. Meira »

„Ísland þorir, vill og get­ur“

Í gær, 11:39 „Þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við núna vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi á Austurvelli. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...