Jáeindaskanni loks formlega opnaður

Hér kynnir Pétur Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítans, jáeindaskannann fyrir viðstöddum. ...
Hér kynnir Pétur Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar Landspítans, jáeindaskannann fyrir viðstöddum. Honum á hægri hönd er Alma Dagbjört Möller landlæknir. mbl.is/Eggert

Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. „Gríðarlega mikilvægt verkefni sem ekki hefði verið mögulegt og ábyggilega ekki svo fljótt sem raunin varð, ef ekki hefði verið fyrir aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar,“ sagði Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í ræðu við athöfnina.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einnig viðstaddur. Í ræðu sinni gagnrýndi hann enn um sinn seinagang opinberra verkefna, eins og hann hefur áður gert í þessu samhengi, en fagnaði engu að síður því, að jáeindaskanninn væri kominn í gagnið. Íslensk erfðagreining lagði verkefninu til rúmar 700 milljónir.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var ekki viðstödd athöfnina og Páll færði kveðjur hennar til fundargesta, því hún komst ekki sökum anna á þinginu. Kári Stefánsson gagnrýndi fjarveru hennar í ræðu sinni.

Kári Stefánsson hélt stutta tölu, rétt eins og þeir Pétur ...
Kári Stefánsson hélt stutta tölu, rétt eins og þeir Pétur Hannesson röntgenlæknir og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/Eggert

Jáeindaskanninn nýtist fyrst og fremst til þess að greina og meðhöndla krabbamein en einnig ýmsa aðra sjúkdóma. Þetta er tækni sem hefur kallað á utanferðir sjúklinga, því hún hefur ekki verið fyrir hendi hérlendis.

Talað er um að á tólfta hundrað sjúklinga geti gengist undir rannsókn í skannanum á ári en áður voru að meðaltali 200 sendir út til Danmerkur árlega. Ekki er því aðeins bót í máli fyrir þá sem þurfa rannsókn í skannanum bráðnauðsynlega, heldur verða þar að auki einfaldlega fleiri jáeindaskannanir framkvæmdar.

Eðlilegt að spítalinn þiggi gjafir

Skanninn var tekinn í gagnið í ágúst en einhverjir tæknilegir örðugleikar létu á sér kræla fyrst um sinn. Nú gengur ferlið hins vegar smurt fyrir sig. „Opnum ekki hluti með pomp og prakt nema við vitum að þeir virki,“ segir Páll Matthíasson í samtali við mbl.is.

Páll segir skannann til mikilla hagsbóta, ekki síst fyrir þá sem voru of veikir til þess að ferðast á sjúkrahús í Kaupmannahöfn til rannsóknar. „Það er allt annað að koma bara hingað á Landspítala í skannann,“ segir Páll.

Að öðru leyti telur hann fé Landspítalans til tækjakaupa með viðunandi hætti, ólíkt því sem áður var. Öðrum lögmálum lúti stór kaup eins og þessi jáeindaskanni og Páll segir í því samhengi að peningagjafir til tækjakaupa frá velunnurum spítala þekkist víða um heim. „Í hinum fullkomna heimi þyrftu stjórnvöld ekki að þiggja svona gjafir en það er nú vel þekkt víða um heim að ferlum sé hraðað með þessum hætti,“ segir Páll um styrk ÍE til spítalans fyrir skannanum.

mbl.is

Innlent »

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 23:49 Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni á tíunda tímanum í kvöld. Atvikið átti sér stað á Reykjanesbrautinni í nágrenni við Vífilstaðavatn en mikil hálka var á veginum og blint af völdum snjókomu. Meira »

Brynjólfur handhafi Ljóðstafsins

Í gær, 23:44 Ljóðstafur Jóns úr Vör var afhentur í 17. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum í kvöld. Alls bárust 302 ljóð í keppnina og er Brynjólfur Þorsteinsson, handhafi Ljóðstafsins þetta árið. Meira »

Toyota innkallar 2.245 bíla vegna loftpúða

Í gær, 22:12 Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2003 til 2008 og 2015 og 2018. Um er að ræða 2.245 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir. Meira »

Stórfelld fíkniefnasala á Facebook

Í gær, 22:00 Stórfelld sala á fíkniefnum fer fram í íslenskum söluhópum á Facebook. Þetta kemur fram í samnorrænni rannsókn á fíkniefnasölu á netinu sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur tekið þátt í. Meira »

„Fráleitt að halda þessu fram“

Í gær, 21:00 Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish, segir að fullyrðingar sem settar séu fram í stefnu á hendur fyrirtækinu séu alrangar. Meira »

Krefjandi aðstæður í fjallahlaupi í Hong Kong

Í gær, 20:15 Átta Íslendingar tóku þátt í hundrað kílómetra fjallahlaupinu Hong Kong 100 Ultra, sem lauk um helgina og luku fimm þeirra keppni. Meira »

Kynna nýtt skipulag Héðinsreits

Í gær, 19:30 Allt að 330 íbúðir og 230 hótelherbergi eða hótelíbúðir verða á svokölluðum Héðinsreit í miðborg Reykjavíkur, samkvæmt nýrri deiliskipulagstillögu sem er á leið í kynningu. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti að auglýsa skipulagið á fundi sínum í síðustu viku. Meira »

Leggja fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá

Í gær, 19:00 Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem byggir á frumvarpi stjórnlagaráðs og þeirri vinnu sem Alþingi fór í í kjölfarið. Er þetta í fyrsta skiptið sem slíkt frumvarp er lagt fram, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Pírötum. Meira »

Skuldir lækkað um 660 milljarða frá 2013

Í gær, 18:25 Frá miðju ári 2017 til miðs árs 2018 lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 90 milljarða og frá ársbyrjun 2013 hafa skuldir ríkissjóðs verið greiddar niður um 660 milljarða. Á þetta bendir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Borgin í vetrarbúning

Í gær, 18:10 Það hefur snjóað mikið á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og í morgun var færðin þung. Þetta kallar á viðbrögð borgarbúa sem sumir nýttu tækifærið og fóru á gönguskíðum í búðina á meðan aðrir lentu í vandræðum og reyndu m.a. að bakka bíl sínum upp brekku í ófærðinni. mbl.is var á ferðinni í vetrarríkinu. Meira »

Héngu á skrifstofu karlkyns yfirmanna

Í gær, 17:54 Seðlabanki Íslands hafði til hliðsjónar stefnu í jafnréttismálum og stefnu gegn áreitni og einelti, og þar á meðal ákvæði um að taka beri tillit til til ábendinga um truflandi atriði í starfsumhverfi, við ákvörðun sem tekin var um að fjarlægja málverk af skrifstofu í húsnæði bankans og setja í geymslu. Meira »

Segir stefnu í heilbrigðismálum marxíska

Í gær, 17:17 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að jafnt og þétt komi betur í ljós að núverandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks sé í raun og veru tilgangslaus ríkisstjórn sem snúist aðeins um að halda sjó og stólum. Meira »

Tveir flutningabílar út af á Holtavörðuheiði

Í gær, 17:14 Tveir flutningabílar hafa farið út af á Holtavörðuheiðinni sl. sólarhring og valt annar bíllinn á hliðina. Mikil hálka er nú á heiðinni og eru ökumenn hvattir til að fara varlega. Meira »

Fengu erindi um mál Ágústs Ólafs

Í gær, 16:33 Erindi hefur borist til forsætisnefndar Alþingis þess efnis að vísa skuli máli Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns Samfylkingarinnar til siðanefndar Alþingis, rétt eins og máli þingmannanna sex sem sátu að sumbli á barnum Klaustri í nóvember. Meira »

Mikilvægt að viðhalda árangrinum

Í gær, 16:31 Mikilvægt er að viðhalda árangrinum sem náðst hefur með þriggja ára meðferðarátaki heilbrigðisyfirvalda gegn lifrarbólgu C. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í ávarpi sínu á læknadögum sem nú standa yfir í Hörpu. Meira »

Rúta fór út af við Reynisfjall

Í gær, 16:21 Rúta fór út af þjóðvegi 1 norðan við Reynisfjall síðdegis í dag. Engan sakaði.  Meira »

Umferðartafir vegna tveggja óhappa

Í gær, 16:17 Talsverðar umferðartafir hafa orðið vegna tveggja umferðarslysa á Kringlumýrabraut á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samtals sex fluttir á slysadeild. Meira »

Kynna tillögur í húsnæðismálum á morgun

Í gær, 15:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hóf almennar stjórnmálaumræður á Alþingi þegar þingið kom aftur saman eftir jólafrí. Forystumenn stjórnamálaflokkanna taka þátt í umræðunum. Katrín fjallaði í ræðu sinni um stöðuna á vinnumarkaði og endurskoðun stjórnarskrár. Meira »

Blöskrar fjarlæging málverksins

Í gær, 15:39 Ákveðið var að fjarlægja nektarmálverk eftir Gunnlaug Blöndal úr bankanum þar sem það fór fyrir brjóstið á starfsmanni bankans. „Það er álíka fráleitt að fjarlægja listaverk eins stórkostlegasta málara 20. aldarinnar, Gunnlaugs Blöndal, af vegg í opinberri stofnun eins og að brenna bækur eða fjargviðrast út af fyrirlesara á frjálsum markaði.” Meira »
20.000 kr lækkun á nuddbekkjum tímabundið www.egat.is
Ef þú ert mikið fyrir að fara upp á bekk og nudda viðskiptavin þannig þá er þett...
Útsala !!! Bækur.....
Til sölu bækur...Vestur íslenskar æviskrár..1-5.bindi..Hraunkotsætt... Lygn str...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...