Lokaskýrsla um sanngirnisbætur kynnt

Dómsmálaráðuneytið.
Dómsmálaráðuneytið. mbl.is/Ófeigur

Blaðamannafundur verður haldinn í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag þar sem kynnt verður lokaskýrsla um sanngirnisbætur.

Þetta staðfestir Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila.

Stjórnvöld munu í framhaldinu taka ákvörðun um hvort ráðist verður í áframhaldandi rannsóknir á málum tengdum vistheimilum fyrir fatlaða og hvort frekari bætur verða greiddar.

Lög um sanngirnisbætur tóku gildi sumarið 2010 eftir að upplýsingar komu fram um að börn á vistheimilum hefðu sætt illri meðferð.

89 manns sem höfðu verið vistmenn á Kópavogshæli upp­fylltu skil­yrði fyr­ir sann­girn­is­bót­um að ein­hverju leyti á síðasta ári og fékk tæpur helmingur þeirra sem fengu sáttabeiðni samþykktar fullar sanngirnisbætur, eða um 7,3 milljónir króna vísitölutryggt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka