Langflestir fengið tvær milljónir

Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar ...
Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er nú rekin endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. Karladeildin sem reist var um 1950 var í sams konar byggingu vestan við kvennadeildina. Karladeildin var rifin fyrir nokkrum árum og rústirnar eru þaktar svartri möl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tvær milljónir króna hafa verið greiddar til langflestra þeirra sem hafa fengið sáttabeiðni samþykkta vegna slæmrar meðferðar á Kópavogshæli.

Tæpur helmingur umsækjenda fær fullar sanngirnisbætur, eða 7.316.182 krónur vísitölutryggt. Innan við tuttugu umsækjendur fá lægstu fjárhæðina sem nemur 3.658.091 krónu, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra. 

Enginn hefur vísað sáttaboði sýslumannsins til úrskurðarnefndar en frestur til þess er þrír mánuðir frá móttöku sáttaboðsins eða bréfi um synjun greiðslu.

84 umsóknir hafa borist

Alls hafa 73 sáttaboð um sanngirnisbætur vegna slæmrar meðferðar á Kópavogshæli verið samþykkt af þeim 79 sem sýslumaður hefur sent frá sér.  

Fyrir um tveimur mánuðum höfðu 79 umsóknir borist sýslumanni um sanngirnisbætur en síðan þá hafa fimm bæst við og eru þær því orðnar 84 talsins. 89 manns uppfylla skil­yrðin fyr­ir sann­girn­is­bót­um að ein­hverju leyti. Frestur til að skila inn umsókn um bætur er tvö ár.

Haraldur Ólafsson er einn þeirra sem sóttu um sanngirnisbætur.
Haraldur Ólafsson er einn þeirra sem sóttu um sanngirnisbætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óljósar ástæður fyrir skiptingu bóta

Samkvæmt lögum verða tvær milljónir greiddar út strax, tvær milljónir eftir 18 mánuði og afgangurinn 18 mánuðum síðar.

Lög um sanngirnisbætur tóku gildi sumarið 2010 eftir að upplýsingar komu fram um að börn á vistheimilum hefðu sætt illri meðferð. Ástæðan fyrir því að greiðslum er skipt eru að mati Halldórs Þormar ekki að öllu leyti ljósar. „Sú ástæða sem einkum er gefin upp er að staða ríkissjóðs hafi verið erfið og það að skipta greiðslum væri líklegri leið til að hægt verði að greiða hærri bætur,” útskýrir hann.

„Sú kenning hefur heyrst að ástæður skiptingarinnar séu einnig aðrar og eigi rót sína í tilraun til þess að stýra greiðslunum með þeim hætti að líklegra sé að bæturnar nýtist bótakrefjanda með jákvæðum hætti ef þessi háttur er hafður á, frekar en að afhenda hærri fjárhæðir allar í einu. Frumvarpið nefnir þetta þó ekki.”

Í frumvarpinu sem varð að lögum segir: 

„Í 4. mgr. er mælt fyrir um að fari bætur yfir 2 millj. kr. skuli greiðslu þess sem umfram er frestað í 1,5–3 ár eftir þeirri reglu sem sett er fram í ákvæðinu. Stjórn Breiðavíkursamtakanna lagði á sínum tíma til, m.a. með hliðsjón af efnahagsástandi í þjóðfélaginu, að ef það mætti auðvelda ríkinu að hækka bótafjárhæðir þá mundu þau fallast á frestun á greiðslu hluta bóta. Er tillagan sett fram í því ljósi en þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að kostnaður af bótagreiðslum dreifist á lengri tíma og verður því auðveldari viðureignar fyrir ríkissjóð gangi áform eftir um batnandi afkomu þegar frá líður.”

Vistheimilanefnd birti skýrslu sína um Kópavogshæli í febrúar síðastliðnum.
Vistheimilanefnd birti skýrslu sína um Kópavogshæli í febrúar síðastliðnum. mbl.is/Golli

Nefnd getur úrskurðað um lægri bætur

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður úrskurðarnefndar, segir að enginn hafi vísað sáttaboði til nefndarinnar.

Ef fólk ákveður að vísa sáttaboði sínu þangað er að sögn Þorbjargar Ingu verið að óska eftir því að nefndin taki ákvörðun um bæturnar. Þriggja manna nefnd ákvarðar þá upphæð bótanna og ekki er hægt að kæra þann úrskurð. Upphæðin getur verið bæði hærri eða lægri en sýslumaður býður.

Skilur óánægju Þroskahjálpar

Samkvæmt lögum er aðeins hægt að greiða bætur til þeirra sem voru vistaðir á Kópavogshæli þegar þeir voru börn að aldri. Samtökin Þroskahjálp skoruðu á stjórnvöld í síðasta mánuði að veita þeim sem voru orðnir 18 ára er þeir voru í vistun á hælinu einnig bætur.

„Það mál er bara í biðstöðu, það bíður nýrrar ríkisstjórnar,” segir Halldór Þormar og bætir við að óánægja Þroskahjálpar sé skiljanleg.

mbl.is

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi, ra...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...