Langflestir fengið tvær milljónir

Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar ...
Kvennadeild Kópavogshælis var reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er nú rekin endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. Karladeildin sem reist var um 1950 var í sams konar byggingu vestan við kvennadeildina. Karladeildin var rifin fyrir nokkrum árum og rústirnar eru þaktar svartri möl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tvær milljónir króna hafa verið greiddar til langflestra þeirra sem hafa fengið sáttabeiðni samþykkta vegna slæmrar meðferðar á Kópavogshæli.

Tæpur helmingur umsækjenda fær fullar sanngirnisbætur, eða 7.316.182 krónur vísitölutryggt. Innan við tuttugu umsækjendur fá lægstu fjárhæðina sem nemur 3.658.091 krónu, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, umsjónarmanns sanngirnisbóta hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra. 

Enginn hefur vísað sáttaboði sýslumannsins til úrskurðarnefndar en frestur til þess er þrír mánuðir frá móttöku sáttaboðsins eða bréfi um synjun greiðslu.

84 umsóknir hafa borist

Alls hafa 73 sáttaboð um sanngirnisbætur vegna slæmrar meðferðar á Kópavogshæli verið samþykkt af þeim 79 sem sýslumaður hefur sent frá sér.  

Fyrir um tveimur mánuðum höfðu 79 umsóknir borist sýslumanni um sanngirnisbætur en síðan þá hafa fimm bæst við og eru þær því orðnar 84 talsins. 89 manns uppfylla skil­yrðin fyr­ir sann­girn­is­bót­um að ein­hverju leyti. Frestur til að skila inn umsókn um bætur er tvö ár.

Haraldur Ólafsson er einn þeirra sem sóttu um sanngirnisbætur.
Haraldur Ólafsson er einn þeirra sem sóttu um sanngirnisbætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óljósar ástæður fyrir skiptingu bóta

Samkvæmt lögum verða tvær milljónir greiddar út strax, tvær milljónir eftir 18 mánuði og afgangurinn 18 mánuðum síðar.

Lög um sanngirnisbætur tóku gildi sumarið 2010 eftir að upplýsingar komu fram um að börn á vistheimilum hefðu sætt illri meðferð. Ástæðan fyrir því að greiðslum er skipt eru að mati Halldórs Þormar ekki að öllu leyti ljósar. „Sú ástæða sem einkum er gefin upp er að staða ríkissjóðs hafi verið erfið og það að skipta greiðslum væri líklegri leið til að hægt verði að greiða hærri bætur,” útskýrir hann.

„Sú kenning hefur heyrst að ástæður skiptingarinnar séu einnig aðrar og eigi rót sína í tilraun til þess að stýra greiðslunum með þeim hætti að líklegra sé að bæturnar nýtist bótakrefjanda með jákvæðum hætti ef þessi háttur er hafður á, frekar en að afhenda hærri fjárhæðir allar í einu. Frumvarpið nefnir þetta þó ekki.”

Í frumvarpinu sem varð að lögum segir: 

„Í 4. mgr. er mælt fyrir um að fari bætur yfir 2 millj. kr. skuli greiðslu þess sem umfram er frestað í 1,5–3 ár eftir þeirri reglu sem sett er fram í ákvæðinu. Stjórn Breiðavíkursamtakanna lagði á sínum tíma til, m.a. með hliðsjón af efnahagsástandi í þjóðfélaginu, að ef það mætti auðvelda ríkinu að hækka bótafjárhæðir þá mundu þau fallast á frestun á greiðslu hluta bóta. Er tillagan sett fram í því ljósi en þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að kostnaður af bótagreiðslum dreifist á lengri tíma og verður því auðveldari viðureignar fyrir ríkissjóð gangi áform eftir um batnandi afkomu þegar frá líður.”

Vistheimilanefnd birti skýrslu sína um Kópavogshæli í febrúar síðastliðnum.
Vistheimilanefnd birti skýrslu sína um Kópavogshæli í febrúar síðastliðnum. mbl.is/Golli

Nefnd getur úrskurðað um lægri bætur

Þorbjörg Inga Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður og formaður úrskurðarnefndar, segir að enginn hafi vísað sáttaboði til nefndarinnar.

Ef fólk ákveður að vísa sáttaboði sínu þangað er að sögn Þorbjargar Ingu verið að óska eftir því að nefndin taki ákvörðun um bæturnar. Þriggja manna nefnd ákvarðar þá upphæð bótanna og ekki er hægt að kæra þann úrskurð. Upphæðin getur verið bæði hærri eða lægri en sýslumaður býður.

Skilur óánægju Þroskahjálpar

Samkvæmt lögum er aðeins hægt að greiða bætur til þeirra sem voru vistaðir á Kópavogshæli þegar þeir voru börn að aldri. Samtökin Þroskahjálp skoruðu á stjórnvöld í síðasta mánuði að veita þeim sem voru orðnir 18 ára er þeir voru í vistun á hælinu einnig bætur.

„Það mál er bara í biðstöðu, það bíður nýrrar ríkisstjórnar,” segir Halldór Þormar og bætir við að óánægja Þroskahjálpar sé skiljanleg.

mbl.is

Innlent »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »

Ungi hælisleitandinn farinn úr landi

18:15 Átján ára pilturinn sem ráðist var á í íþróttahúsi Litla-Hrauns í síðasta mánuði hefur verið sendur úr landi.  Meira »

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

18:03 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag mann af ákæru um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa á vormánuðum 2015 ráðist á annan mann Meira »

„Ósjálfráð viðbrögð að beygja frá“

17:54 „Sem betur fer fer ég til vinstri en ekki hægri. Ég beið eftir skellinum en þetta slapp fyrir horn,“ segir Gunnlaugur Helgason, sem starfar sem verkstjóri á Steypustöðinni á Selfossi. Meira »

Flóð á Sæbraut

17:10 Það er erfitt að lýsa ástandinu sem var á Sæbraut undir brúnni á Miklubraut öðruvísi en að þar hafi verið flóð í morgun þegar vatnselgurinn var sem mestur. Starfsmenn Vegagerðarinnar gerðu sitt besta til að losa um stíflur í niðurföllum og ökumenn þurftu að sýna þolinmæði á meðan. Meira »

Vantar 88 lögregluþjóna í Reykjavík

17:41 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir 88 lögregluþjóna vanta í Reykjavík til að fjöldi þeirra sé í samræmi við mannfjöldaaukningu svæðisins frá aldamótum. Meira »

„Sárt að faðir minn skuli ekki lifa“

16:46 „Það er sárt að faðir minn hafi ekki fengið að lifa þennan dag,“ segir Hafþór Sævarsson sonur Sævars Ciesi­elski sem hlaut þyngsta fang­els­is­dóm­inn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu: Ævi­langt fang­elsi í saka­dómi sem stytt var í 17 ár í Hæstarétti. Meira »

Skiptir máli fyrir almenning og dómstóla

16:20 „Þessi niðurstaða kom ekki mjög á óvart. Sérstaklega eftir að skýrslur endurupptökunefndar lágu fyrir að settur ríkissaksóknari skyldi fara að þeim niðurstöðum og gera kröfu um sýknu af þessum ákærum á mannshvörfunum tveimur,“ segir verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Meira »

Ekkert meira en sæmilegur stormur

16:08 „Hann er búinn að rjúka upp síðustu klukkustundina hjá okkur,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi. Óveður sem gekk yfir suðvesturhluta landsins í morgun hefur haldið för sinni áfram og er mesti vindurinn núna á Norðaustur- og Austurlandi. Meira »

Þingið væri sent heim vegna hráefnisskorts

15:49 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, gerði málafæð ríkisstjórnarinnar að umtalsefni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Sagði hann þingmálaskrána ekki mjög beysna. Meira »

Bifreið elti barn á heimleið

15:31 Foreldrar barna í Fossvogsskóla í Reykjavík hafa fengið tölvupóst frá skólayfirvöldum þar sem greint er frá því að bifreið hafi elt stúlku, sem er nemandi við skólann, þegar hún var á leið heim til sín um kvöldmatarleytið í gær. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Stálu 600 tölvum - þrír í haldi

14:57 Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Forsendur kjarasamninga brostnar

14:35 Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

Krefst sýknu að öllu leyti

15:02 Davíð Þór Björgvinsson, full­trúi ákæru­valds­ins í end­urupp­töku Guðmund­ar- og Geirfinns­máls­ins og sett­ur rík­is­sak­sókn­ari, krefst sýknu að öllu leyti í málinu. Davíð Þór, skilaði greinargerð sinni vegna málsins til Hæstaréttar í dag. Meira »

Læknar ánægðir með umskurðarfrumvarp

14:55 Rúmlega 400 íslenskir læknar lýsa yfir ánægju með frumvarp sem banna á umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggja til grundvallar. Segja læknarnir málið ekki flókið, þó það hafi ýmsar hliðar. Telja þeir þær aðgerðir sem gerðar séu án læknisfræðilegra ástæðna ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Meira »

„Við erum í góðum málum“

14:32 Vorið er komið á Siglufirði ef marka má fréttaritara mbl.is og bæjarstjórann í Fjallabyggð, Gunnar Birgisson. Hitastigið í bænum er rétt tæpar tíu gráður og þar bærist vart hár á höfði. Meira »
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
Ford Transit árg 2007 9 manna
Ford Transit, 8 farþega. árgerð 2007 ek. 337.000 km. Hentar einnig sem leigubíl...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...