„Átti mínar erfiðu stundir“

Guðrún Ögmundsdóttir á blaðamannafundinum.
Guðrún Ögmundsdóttir á blaðamannafundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Þar kemur fram að „margir urðu fyrir verulega tjóni af dvöl á vistheimili vegna þess harðræðis og ofbeldis sem þeir máttu sæta“. 

Hávamál komu að góðum notum

Í skýrslunni kemur einnig fram að mörg viðtölin sem Guðrún tók í Tollhúsinu við þá sem sóttust eftir bótum hafi verið þung og erfið og að álagið hafi stundum verið gríðarlegt. Þar fyrir utan fékk Guðrún um 3.500 símtöl vegna verkefnisins og um 1.500 tölvupósta í starfi sínu sem tengiliður vistheimila.

„Ég átti mínar erfiðu stundir og þurfti stundum að fara í göngutúra,“ sagði hún í dómsmálaráðuneytinu þar sem blaðamannafundur var haldinn vegna skýrslunnar. Hún sagðist hafa haft kvæði úr Hávamálum sem leiðarljós í starfi sínu en hún hafði það uppi við á skrifstofu sinni. Það hljómar svona: „Þegar lundin þín er hrelld, þessum hlýddu orðum, gakktu með sjó eða sittu upp við eld, svo kvað völvan forðum.“

„Ég varð stundum að labba út og fara heim og elda góðan mat og umvefja mína. En það skiptir líka miklu máli að geta umvafið þetta fólk, það er eiginlega lykilatriði. Þess vegna verður vinnan líka pínu óhefðbundin um margt,“ bætti hún við.

Frá kynningu í dag á skýrslu um sanngirnisbæturnar. Halldór Þormar ...
Frá kynningu í dag á skýrslu um sanngirnisbæturnar. Halldór Þormar Halldórsson ásamt Guðrúnu Ögmundsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fékk sjálf handleiðslu 

Fram kemur í skýrslunni að Guðrún hafi leiðbeint fólki varðandi sálfræðiaðstoð sem það gat fengið. Sjálf segist hún hafa fengið slíka aðstoð í starfi sínu. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur sem fagmenn að vera alltaf með handleiðslu. Að geta tekið spegil á það sem við erum að gera.“

Hún segist aldrei hafa hugleitt að segja sig frá verkefninu á þessum átta árum. Til þess hafi henni þótt of vænt um fólkið sem sóttist eftir bótum. „Auðvitað hefði verið æskilegra þegar maður lítur til baka að það hefðu verið tveir til þrír úr minni stöðu til viðbótar, af því að álagið er búið að vera óheyrilegt.“

Vön því að taka viðtöl

Spurð hvort einhverjir hafi litið á starf hennar sem auðvelt þegar hún tók við því á sínum tíma segist hún ekki telja það. Hún hafi fengið starfið því hún var metin hæfust, enda var hún vön því að taka viðtöl á kvennadeild Landspítalans þar sem hún starfaði í níu ár. „Ég var mjög viðtalsvön og skipulögð og það er það sem þurfti til. Ég er líka málamiðlari, það er líka mitt eðli. Það er mikilvægt að vinna fólk inn í einhverja sátt, sátt við sjálfa sig, sátt við hið opinbera og svo framvegis. Það er eitt af því sem fór í mitt leiðarljós líka,“ greindi hún frá.

SKýrslan sem um ræðir.
SKýrslan sem um ræðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miklir ofbeldismenn erfiðir

Var ekki snúið að taka þessi viðtöl?

„Jú, maður er fljótur að læra að lesa í en auðvitað var erfiðast að vera með mikla ofbeldismenn. Þeir urðu svo bestir þegar upp var staðið,“ sagði hún og benti á að öll flóra mannlífsins hafi komið til hennar í viðtal. Meðal annars hafi rokkarar boðist til að keyra hana í kirkju. „Þannig að það hafa verið dásamlegar stundir.“

Eitt það fallegasta sem sagt var við hana var þegar einn maður spurði hversu lengi hún hefði verið á götunni og sagðist hún hafa verið svo heppin að hafa ekki lent í slíku. „Það hlaut eiginlega að vera, því þú skilur okkur svo vel,“ sagði Guðrún er hún vitnaði í manninn. „Þannig að þá er maður að gera eitthvað rétt.“

Stendur eitthvað sérstakt upp úr þegar þú lítur til baka?

„Nei, kannski bara þegar fólk er gott. Fólk á þetta ekki skilið. Sérstaklega ekki fullorðnu börnin, það bara er þannig. Þau eiga þetta ekki skilið.“

Óbætanlegt tjón

Sanngirnisbæturnar nema um þremur milljörðum króna og ná til hátt í 1.200 einstaklinga. Þeir sem fá hæstu bæturnar fá yfir sjö milljónir króna. Spurð hvort upphæðin sé nógu há sagði hún tjónið vera óbætanlegt og fjármunir breyti engu þar um. Engu að síður hafi þeir hjálpað sumum og hefur fólk getað látið drauma sína rætast í einhverjum tilfellum.

Faglegt eftirlit verður að vera til staðar

Hvað lærdóminn varðar sem draga má af verkefninu upp á framtíðina að gera sagði Guðrún að meginmáli skiptir varðandi starfsemi þar sem börn og annað fólk er í vistun að hafa með henni eftirlit. „Ef það eftirlit virkar ekki þá fáum við aftur svona mál eftir tuttugu ár. Eftirlitið þarf að vera stöðugt og faglegt, þannig að allir séu að vinna sína vinnu eftir faglegri og bestu getu. Kannski er þetta verkefni skólabókardæmi um að það var ekkert eftirlit.“

mbl.is

Innlent »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...