Óttuðust viðbrögð samfélagsins

Tollhúsið við Tryggvagötu.
Tollhúsið við Tryggvagötu. mbl.is/Ófeigur

Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara.

Undirbúningur hófst haustið 2010 og var ákveðið að skrifstofa tengiliðar skyldi til að byrja með vera á sama stað og vistheimilanefnd var til húsa, eða í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Aðgengi að skrifstofum vistheimilanefndar og skrifstofu tengiliðar var með þeim hætti að aðgreint var á milli. Á þessum tíma hafði nefndin ekki lokið störfum sínum og úttektum og var enn að taka viðtöl við fólk vegna málsins, að því er kemur fram í lokaskýrslu vegna sanngirnisbótanna sem hefur verið birt.

„Þung og blandin trega“

„Ljóst mátti vera að fyrir mörgum var málið afar viðkvæmt og margir óttuðust viðbrögð samfélagsins ef það kæmist í hámæli að þeir hefðu dvalið á vistheimili sem börn. Það lá því fyrir að spor margra á skrifstofu tengiliðar yrðu þung og blandin trega. Vegna þess var haft í huga við skipulag á starfsemi tengiliðar að skrifstofan yrði ekki á áberandi stað,“ segir í skýrslunni.

„Að auki hentaði staðsetning skrifstofunnar ágætlega þar sem ýmis önnur starfsemi var í húsinu á þessum tíma og því minni hætta á að þeir sem vildu leita til tengiliðar hyrfu frá af ótta við að vera opinberaðir. Þetta fyrirkomulag reyndist afar vel.“

Risavaxið verkefni

Fram kemur að um einstakt og risavaxið verkefni var að ræða sem hafði aldrei áður verið unnið í íslensku samfélagi og því engar fyrirmyndir til að styðjast við hérlendis. Þar segir einnig að tengiliður hafi metið í upphafi að ekki væri hægt að taka fleiri en fjögur viðtöl á dag og reiknað var með klukkutíma fyrir hvert viðtal. Þetta var ákveðið svo að tengiliður gæti gefið sig að viðmælandanum því mörg viðtölin voru „þung og erfið“.

„Gríðarlegt álag varð á stundum þar sem tengiliður sinnti einn starfinu og stundum var bankað og hringt á meðan viðtal var tekið. Það reyndist nauðsynlegt að spila verkefnið af fingrum fram og reyna að þjóna öllum sem best og styðja alla. Það reyndist ekki vel að hafa fasta viðtalstíma þar sem margir voru í þannig stöðu að slíkt hentaði þeim mjög illa því að þeir voru ekki í aðstöðu til að komast í tölvupóst eða síma.“

Guðrún Ögmundsdóttir.
Guðrún Ögmundsdóttir.

Gríðarleg tortryggni

Í skýrslunni segir einnig að tengiliður hafi leiðbeint fólki um hvar og hvaða þjónustu það gæti fengið. Þar var sálfræðiaðstoð stærsti þátturinn og samdi tengiliður við mörg sveitarfélög um greiðslu kostnaðar fyrir þá sem slíkan stuðning þurftu. Eitt flóknasta viðfangsefnið var að greina hvert tjón einstaklings varð af vistun á heimili, ofbeldi eða illri meðferð, fjarri foreldrum og öðrum ættingjum og svo þess tjóns sem hlaust af erfiðum heimilisaðstæðum.

„Gríðarlegrar tortryggni gætti hjá mörgum í garð yfirvalda og því var oft á tíðum erfitt að útskýra fyrirkomulagið fyrir bótakrefjendum, til að mynda að skipta þyrfti greiðslunum í samræmi við ákvæði laganna eða að ekki væri hægt að ganga frá hverju máli fyrir sig þegar í stað. Þá reyndist mjög erfitt að standa við ákvæði laganna um gjalddaga, en þar segir að gjalddagi sé fyrsti virki dagur næsta mánaðar eftir að sáttaboð berst undirritað. Fyrirkomulagið á greiðslu bótanna girti í mörgum tilvikum fyrir að unnt væri að standa við þetta og olli það mjög oft mikilli óánægju meðal bótakrefjenda,“ segir í skýrslunni.

mbl.is

Innlent »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar hreinan uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »