Þrír milljarðar til 1.200 einstaklinga

Kópavogshæli kvennadeild, reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er ...
Kópavogshæli kvennadeild, reist á sjötta áratug síðustu aldar. Þar er nú rekin endurhæfingarstöð fyrir fatlaða. mbl.is/Ómar Óskarsson

Greiddar hafa verið sanngirnisbætur til hátt í 1.200 einstaklinga og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu vegna lokaskýrslu um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn. Ekki liggur fyrir hve margir dvöldu á þessum stofnunum en ætla má að það hafi verið um 5.000 einstaklingar/börn.

Verulegt tjón vegna harðræðis og ofbeldis

„Ljóst er að mjög margir urðu fyrir verulegu tjóni af dvöl á vistheimili vegna þess harðræðis og ofbeldis sem þeir máttu sæta,“ segir í skýrslunni.

Fólkið varð fyrir tjóni að hluta til vegna vanrækslu og lítils eftirlits opinberra aðila en einnig vegna aðstæðnanna sem voru uppi á þessum tíma og „stofnanalegu viðmóti sem mætti þeim sem þar dvöldu“.

Í skýrslunni segir einnig: „Enda virtist oft skorta að börnum væri veitt sú öryggistilfinning og hlýja sem er þeim nauðsynleg. Í skýrslum vistheimilanefndar kemur fram að eftirliti ríkisins með starfsemi margra þeirra heimila sem um ræðir var mjög ábótavant í mörgum tilvikum. Þá virðist sem ákvarðanir um rekstur sumra heimilanna hafi verið teknar að lítt ígrunduðu máli og jafnvel í trássi við ráðleggingar sérfræðinga.“

Byggðar á rannsókn vistheimilanefndar

Sanngirnisbætur eru byggðar á rannsókn vistheimilanefndar á árunum 2007-2017 á starfsemi vistheimila og stofnana þar sem börn voru vistuð á síðustu öld. Um er að ræða 11 heimili og stofnanir og fjölmargar undirstofnanir. Nefndin hefur skilað fimm skýrslum um niðurstöðurnar, að því er segir í tilkynningunni.

Alls bárust 1.190 umsóknir um sanngirnibætur vegna þeirra ofantaldra stofnana og 41 vegna heimila og stofnana sem ekki falla undir lög nr.  26/2007, eða samtals 1.231 umsókn. Öllum umsóknum vegna annarra heimila og stofnana en féllu undir gildissvið laganna var hafnað. Bætur voru greiddar í 1.162 tilvikum á grundvelli innkallana.

Tæplega 30 umsóknum var hafnað af ýmsum orsökum, aðallega vegna þess að ekki var hægt að staðreyna dvöl viðkomandi á heimilinu, eða dvalartími var svo skammur að greiðsla bóta þótti ekki koma til álita.

Nokkur gagnrýni komið fram

Fram kemur í tilkynningunni að nokkur gagnrýni hafi komið fram á að börn sem dvöldu á sveitaheimilum á síðustu öld hafi í mörgum tilvikum mátt þola illa meðferð sem hafi ekki verið bætt. „Könnun á aðstæðum þeirra getur ekki talist annað en næsta ófær, enda ekki um að ræða stofnanir heldur einkaheimili sem njóta friðhelgi, auk þess sem upplýsingar eru af skornum skammti.“

Einnig hefur komið fram gagnrýni frá samtökunum Þroskahjálp vegna þess að aðstæður fatlaðra sem hafi dvalið á stofnunum hafi ekki verið kannaðar til hlítar, nema á Kópavogshæli. „Þess ber að geta að lög um sanngirnisbætur ná aðeins til þeirra sem dvöldu á stofnunum sem börn og bætur til fullorðinna einstaklinga sem orðið hafa fyrir misgjörðum á stofnunum verða ekki greiddar á grundvelli þeirra. Standi vilji stjórnvalda til að kanna heildstætt aðbúnað fatlaðra á stofnunum verður að fara aðra leið sem bíður ákvörðunar síðari tíma.“

Greiðslu sanngirnisbóta lokið

Í skýrslunni kemur fram að líta verði á að greiðslu sanngirnisbóta vegna vistheimila og stofnana sem vistuðu börn sé lokið og að það sé löggjafans að ákveða hvort almenn lög um sanngirnisbætur verða tekin upp.

„Lög um sanngirnisbætur voru búin ýmsum annmörkum við úrlausn málsins en tilgangi þeirra hefur verið mætt og þau verða varla notuð aftur. Ef vilji er, eða verður í framtíðinni til þess að koma að þessum málum með öðrum hætti, eða leggja í þá vegferð að taka upp almenn lög um sanngirnisbætur með einhverjum hætti, líkt og er í Noregi, þá verður það ákvörðun löggjafans.“

Blaðamannafundur verður haldinn í dómsmálaráðuneytinu klukkan 14.30 í dag vegna skýrslunnar. 

Dómsmálaráðuneytið hefur haft umsjón með framkvæmd á bótagreiðslum og var Guðrún Ögmundsdóttir ráðin í sérstakt starf tengiliðar með vistheimilum.

Viðamikið ferli vegna Breiðavíkurmáls

Í tilkynningunni kemur fram að eftir að Breiðavíkurmálið komst í hámæli árið 2007 hafi viðamikið ferli hafist þar sem farið var yfir vistun barna á vist- og meðferðarheimilum á síðustu öld. Rannsóknir á starfsemi þessarar 11 stofnuna og margra undirstofnana gáfu sterkar vísbendingar um að börn sem þar dvöldu hefðu í mörgum tilvikum mátt sæta vanvirðandi og illri meðferð eða ofbeldi.

„Greiðsla skaðabóta var þó miklum vandkvæðum bundin þar sem bótakröfur voru allar fyrndar og sönnun tjóns afar flókin. Farin var sú leið að setja sérstök lög um sanngirnisbætur, eða greiðslu bóta utan almennrar skyldu. Þau tóku gildi 2010 og hófst verkefnið í októbermánuði það ár. Innköllun á kröfum fór fram eftir því sem starfi vistheimilanefndar miðaði áfram. Með lögunum var málsmeðferð einfölduð til þess að hraða mætti afgreiðslu málanna. Árið 2015 var bætt við lögin bráðabirgðaákvæði sem gerði fyrrum nemendum Landakotsskóla var gert mögulegt að sækja um sanngirnisbætur.“

mbl.is

Innlent »

Fólk sér CE og heldur að allt sé í lagi

11:58 Sérfræðingur í öryggi barna segir tilefni til að vera „mjög á varðbergi“ gagnvart sumum öryggisbúnaði fyrir börn í sundlaugum. Álíka vesti og það sem sást í sláandi myndbandi frá Noregi eru til á Íslandi. Meira »

Nýjum smitum fari vonandi fækkandi

11:30 „Ég bind allavega enn vonir við að það hylli undir að þetta fari dvínandi,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, inntur um stöðu mála vegna e.coli-sýkingar sem greinst í nítján börnum hér á landi. Þá er uppi grunur um að bandarískt barn sé einnig smitað, en það var á sömu slóðum og þar sem nær öll börnin voru. Meira »

Leki í báti úti fyrir Hornströndum

11:08 Björgunarskip á Ísafirði og Bolungarvík voru kölluð út á áttunda tímanum í morgun vegna báts sem var í vanda þremur sjómílum norður af Kögri á Hornströndum. Leki hafði komið að bátnum í morgun vegna bilunar og þurfti að koma dælum um borð í hann. Meira »

Kallaði fúkyrði að konunum þremur

10:55 Atvikið þar sem veist var að þremur múslimakonum í gærkvöldi átti sér stað fyrir utan Bónus-verslunina í Lóuhólum um kl. 18. Málið er rannsakað sem hatursglæpur í miðlægri deild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Grunur um Parvó-smit á Austurlandi

10:35 Óstaðfestur grunur er um að hundur á Austurlandi hafi veikst af Parvó smáveirusótt. Þetta segir Daníel Haraldsson, þjónustudýralæknir á Egilsstöðum, en hann tilkynnti um tilfellið til yfirdýralæknis í gær og hefur sent sýni á Keldur til staðfestingar á grun sínum. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

10:20 Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

Á 139 km hraða á Sæbraut

10:20 Lögregla myndaði brot alls 170 ökumanna á Sæbraut í Reykjavík á tímabilinu 10.-15. júlí, en fylgst var með ökutækjum sem fóru Sæbrautina í vesturátt á gatnamótum við Langholtsveg. Sá sem hraðast ók var myndaður á 139 kílómetra hraða. Meira »

„Er undrandi á þessari niðurstöðu MDE“

10:15 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í máli Júlíusar Þórs Sigurþórssonar, fyrrverandi starfsmanns Húsasmiðjunnar, gegn íslenska ríkinu er sigur í meginatriðum um rétt manna til að njóta sanngjarnrar málsmeðferðar og kallar á að Hæstiréttur endurskoði fyrirkomulag sitt. Þetta segir lögmaður Júlíusar. Meira »

Súkkulaðihrískökur innkallaðar

09:45 Heilsa ehf. hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur innkallað Amisa Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes vegna ómerkts ofnæmis- eða óþolsvalds, en mjólk er í kökunum. Meira »

Helmingur ók of hratt á Seljabraut

09:39 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu myndaði brot 35 ökumanna á Seljabraut í Reykjavík í gær, en þar var lögregla við hraðamælingar í eina klukkustund eftir hádegi. Meira »

Styrmir vilji fá sakfellingu niðurfellda

09:19 Lögmaður Styrmis Þórs Bragasonar er ánægður með að MDE hafi komist að niðurstöðu um að málsmeðferð fyrir Hæstarétti hafi ekki verið réttlát. Hann gerir ráð fyrir að Styrmir vilji fá málið endurupptekið. Meira »

Enn þungt haldinn eftir fjórhjólaslys

08:45 Karlmaðurinn sem lenti í alvarlegu fjórhjólaslysi við Geysi í Haukadal í gærmorgun liggur enn þungt haldinn á Landspítalanum. Þetta staðfestir Elís Kjartansson, rannsóknarlögreglumaður á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira »

Íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi

08:33 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt íslenska ríkið brotlegt gagnvart Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP banka, eftir einróma niðurstöðu dómsins. Hann fær milljón krónur í málskostnað. Meira »

Ríkið braut á starfsmanni Húsasmiðjunnar

08:32 Íslenska ríkið braut á fyrrverandi starfsmanni Húsasmiðjunnar sem dæmdur var í níu mánaða fangelsi í Hæstarétti árið 2016 fyrir hlutdeild sína í refsiverðu verðsamráði í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Þegar er erfitt að ferðast um

08:18 Fjöldi gildra stæðiskorta, P-merkja, fyrir hreyfihamlaða um mitt ár 2017 var 6.415 og þar af voru 4.247 á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi útgefinna korta allt árið 2016 var 1.526. Ekki fengust nýrri tölur hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Kanna oflækningar á Íslandi

07:57 Engin ástæða er að ætla annað en að staða oflækninga sé svipuð á Íslandi og í Noregi, segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Meira »

Hafa tekið 82 viðtöl

07:37 82 viðtöl hafa þegar verið tekin í húsnæði Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, sem var opnuð á Akureyri 10. maí síðastliðinn. Meira »

Áfram skýjað og rigning með köflum

06:40 Að mestu verður skýjað í dag og rigning eða súld með köflum og austan 8 til 13 m/s. Styttir upp um landið suðvestanvert með morgninum en talsverðar skúrir verða þar síðdegis, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
TUNIKA
Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi TUNIKA - 3900 ST.36-52 Sími 588 8050. -...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...