Pípulagningamenn eru ómissandi

Dúxinn er duglegur! Í stóru húsi má segja að reyni …
Dúxinn er duglegur! Í stóru húsi má segja að reyni á allt sem pípulagningamenn þurfa að hafa á hreinu, segir Örn Viljar Kjartansson. mbl.is/Sigurður Bogi

Iðnnám opnar fólki marga möguleika. Þegar verkefnin eru næg eru launin líka góð, verkefnin eru líka fjölbreytt og svo má alltaf skapa sér fleiri tækifæri með frekara námi,“ segir Örn Viljar Kjartansson.

„Eftir stúdentspróf af náttúrufræðibraut fór ég í verkfræðinám í háskóla, en fann mig þar ekki. Því fór ég að spá í iðnnám og góður vinur fjölskyldunnar sem er pípulagningamaður sagði mér frá sínu starfi. Það vakti áhuga minn og þegar ég fékk svo vinnu í faginu varð ekki aftur snúið.“

Við brautskráningu frá Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins rétt fyrir jól varð Örn Viljar Kjartansson dúx; en hann útskrifaðist af pípulagningabraut Byggingatækniskólans með einkunnina 9,17. Ágúst Örn Jónsson semídúx útskrifaðist af sömu braut með einkunnina 9,05 en aðsókn í pípulagnanám í skólanum hefur aldrei verið jafnmikil og nú.

Sjá samtal við Örn Viljar í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert