Dropsteinum skilað

Dropsteinabrotin voru líklega tekin úr Surtshelli/Stefánshelli. Þau gengu í arf …
Dropsteinabrotin voru líklega tekin úr Surtshelli/Stefánshelli. Þau gengu í arf á milli ættliða í sömu fjölskyldu. mbl.is/​Hari

Árna B. Stefánssyni, augnlækni og hellakönnuði, voru nýlega afhent þrjú dropsteinabrot sem tekin voru úr Surtshelli/Stefánshelli líklega fyrir um 100 árum.

Dropsteinunum var skilað í kjölfar viðtals við Árna í Morgunblaðinu 10. nóvember sl. Þar var fólk hvatt til að skila dropsteinum úr íslenskum hraunhellum.

Bæði dropsteinar og hraunhellar eru nú friðlýstir en þrátt fyrir það fá þessar fágætu myndanir ekki að vera í friði. Dropsteinabrotin, sem var skilað, höfðu gengið í arf á milli kvenna í þrjár kynslóðir, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert