Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

Námi í tölvuleikjagerð er ætlað að koma til móts við …
Námi í tölvuleikjagerð er ætlað að koma til móts við þá sem flosnað hafa upp úr námi. Ljósmynd/Keilir

Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert.

Námið er 200 framhaldsskólaeininga námsleið með áherslu á tölvuleikjagerð. Um er að ræða tilraunaverkefni og geta 40 nemendur hafið nám í haust. Keilir tekur þátt í Erasmus +-verkefni um sama efni og er í samstarfi við erlenda skóla sem hafa reynslu af slíkri kennslu að sögn Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis.

„Nýjar aðferðir náms til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð eru svar við kalli ungs fólks um að mennta sig á eigin forsendum en ekki kerfisins þar sem hinn fróði standi á kassa og messi yfir nemendum. Hvatning nemenda á að koma innan frá en ekki utan frá,“ segir Hjálmar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðin í dag. Hann vonast til þess að námið komi til móts við þá nemendur sem finna sig ekki í hefðbundna skólakerfinu en slíkt eigi sérstaklega við um drengi í framhaldsnámi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »