Bílaleigubílum fjölgaði um 196%

Skráðum bílaleigubílum í umferð heldur áfram að fjölga, en hægir verulega á fjölgun þeirra milli ára samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Þá fjölgaði slíkum bifreiðum úr 7.280 í janúar 2013 í 21.544 í janúar 2019, sem samsvarar 196% fjölgun í janúarmánuði og hefur verið meiri hlutfallsleg fjölgun yfir vetrartímann.

Í janúarmánuði 2016 voru 13.963 bílaleigubílar í umferð og fjölgaði þeim um 3.387 ef litið er til sama mánaðar 2017 og er það 24% fjölgun.

Í janúar 2018 voru þetta 20.131 bílaleigubíll sem var 2.781 bíl fleiri en árið á undan þann mánuð, 16% aukning. Hins vegar voru 1.413 færri slíkir bílar í janúar 2018 borið saman við sama tímabil 2019, fjölgun var því 7% milli ára.

Fjöldi skráðra bílaleigubíla í janúar 2013 til janúar 2019 hefur …
Fjöldi skráðra bílaleigubíla í janúar 2013 til janúar 2019 hefur aukist um 196%. Væntanlega hefur talsverður fjöldi ferðamanna sóst eftir því að að skoða norðurljósin á þessum árstíma. mbl.is/Stella Andrea

Þegar litið er á tölurnar eru áberandi árstíðarsveiflur og eru skráðir bílaleigubílar í umferð flestir í júlí, ágúst og september.

Flestir slíkir bílar í umferð voru í ágúst 2018 þegar þeir voru 26.575 talsins sem er 125% fleiri en á hápunkti ársins 2013, en í ágúst það ár voru 11.801 bílaleigubíll skráður í umferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert