Grunaðir um ólöglega dvöl og fíkniefnasölu

Ljósmynd/Tollgæslan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá karlmenn um fimm í nótt sem eru grunaðir um ólöglega dvöl í landinu og sölu fíkniefna.

Karlmaður handtekinn grunaður um hnupl í verslun á öðrum tímanum í nótt. Hann hafði ítrekað komið við sögu lögreglu fyrr um kvöldið og var hann því vistaður í fangaklefa, samkvæmt því sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Skömmu fyrir eitt í nótt var karlmaður stöðvaður fyrir búðarhnupl í Breiðholti og tilkynnt var til lögreglunnar um eignaspjöll á fjórum bifreiðum við Fannarfell síðdegis í gær. 

Sex ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja frá því síðdegis í gær þar til klukkan 4 í nótt.

Síðdegis í gær voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og í gærkvöldi voru þrír ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og auk þess var einn þeirra einnig talinn undir áhrifum lyfja.

Klukkan 03:57 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vegna ítrekaðra umferðarlagabrota var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum.

mbl.is