Rústir 22ja bæja eru í dalnum

Þjórsárdalur.
Þjórsárdalur.

Minjastofnun hefur gert tillögu að friðlýsingu alls búsetulandslags Þjórsárdals, jafnhliða því sem óskað hefur verið eftir að Gjáin og fleiri náttúruminjar í dalnum verði friðlýstar.

Gangi áform Minjastofnunar eftir verður Þjórsárdalur fyrsta svæðið sem fær heildstæða friðlýsingu, en slíkur stimpill hefur til þessa fremur gilt um staka staði.

Í rökstuðningi Minjastofnunar kemur fram að Þjórsárdalur hafi sérstöðu vegna þeirra fornu minja sem varðveist hafa í dalnum. Þegar eru friðlýstar rústir alls 22ja bæja sem fóru í eyði á ýmsum tímum, meðal annars vegna Heklugosa. Afdrifaríkast þar var gosið árið 1104.

Á svæðinu sem Minjastofnun leggur til að verði skilgreint búsetulandslag er leitast við að tengja saman leifar eftir járnvinnslu, kumlasvæði, sel, beitarhús, réttir, garðlög, leiðir og vörður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert