Gluggatjöldin sett upp

Ferjusætin komin á sinn stað í farþegasal nýju Vestmannaeyjaferjunnar.
Ferjusætin komin á sinn stað í farþegasal nýju Vestmannaeyjaferjunnar.

Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Crist í Gdynia í Póllandi eru að leggja lokahönd á smíði Herjólfs. Þeir eru að setja upp stóla, borð og eldhústæki í farþegasal, pússa gler í gluggum og setja upp gluggatjöld.

„Það er komin fín mynd á þetta og nú bíðum við óþreyjufullir eftir að fá skipið til að geta búið okkur undir siglingar,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Herjólfs sem starfar á vegum Vestmannaeyjabæjar.

Verið er að ganga endanlega frá tækjum í brú og vél. Einhvern næstu daga fer skipið í nokkurra daga reynslusiglingu þar sem skipið sjálft og öll tæki þess verða prófuð. Guðbjartur segir að þá komi ljós hvenær skipið verði afhent rekstraraðila og hvenær hægt verði að sigla því heim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert