70 kvótaflóttamenn væntanlegir á árinu

Frá Hvammstanga.
Frá Hvammstanga. mbl.is/Karl Á. Sigurgeirsson

Von er á 70 manna hópi kvótaflóttamanna hingað til lands á þessu ári. Samanstendur hópurinn af fjölskyldufólki frá Sýrlandi og hinsegin fólki sem hefst nú við í flóttamannabúðum í Úganda.

Stefán Vagn Stefánsson, formaður flóttamannaráðs, segir hópinn í ár stærri en verið hefur til þessa, en til stendur að fólkið fari ýmist til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.

„Að öllum líkindum fer þessi hópur að hluta til á Hvammstanga, Blönduós og til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán Vagn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert