Slæm samskipti hafa áhrif á kynlífsvirkni unglinga

Færri stelpur í 10. bekk stunda kynlíf nú en áður …
Færri stelpur í 10. bekk stunda kynlíf nú en áður samkvæmt nýrri könnun. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Fylgni er á milli slæmra samskipta milli foreldra og unglinga og kynlífsvirkni unglinga. Þetta kemur fram í alþjóðlegu rannsókninni „Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC)“ sem lögð var fyrir íslenska unglinga í febrúar 2014. Rannsóknin er framkvæmd í 44 löndum.

Kolbrún Þ. Pálsdóttir, dósent og forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, og Ársæll Arnarsson, prófessor í tómstunda- og félagsmálafræði við sama skóla, birtu ritrýnda grein á Netlu um niðurstöðurnar hérlendis.

Þar kemur m.a. fram að íslensk ungmenni byrja fyrr að stunda kynlíf en flest önnur evrópsk ungmenni. Spurningar um kynlífsvirkni voru lagðar fyrir nemendur í 10. bekk. Alls sögðust 74,6% aldrei hafa haft samfarir en 23,4% svöruðu því játandi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »