Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Framtíðin er í okkar höndum og klukkan tifar.
Framtíðin er í okkar höndum og klukkan tifar. mbl.is/RAX

Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga.

Verk­fallið er inn­blásið af hinni sænsku Gretu Thun­berg, en skóla­verk­fall henn­ar hef­ur vakið mikla at­hygli. Þegar hafa tugþúsund­ir ung­menna farið að henn­ar for­dæmi og í dag bættust íslensk ungmenni í hópinn og fóru fram á að umhverfismál yrðu tekin fastari tökum.

Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn og myndaði unga fólkið, sem augljóslega brennur fyrir umhverfismálunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert