Í skíðaspor föður síns í Vasagöngunni

Auður Ebenezersdóttir brosti breitt í Svíþjóð á sunnudag.
Auður Ebenezersdóttir brosti breitt í Svíþjóð á sunnudag.

Íslendingar tóku fyrst þátt í skíðagöngu Vetrarólympíuleikanna í Ósló 1952. Þrír þeirra fóru síðan til Svíþjóðar og voru með í Vasagöngunni ásamt Íslendingi sem bjó í Svíþjóð.

Einn þeirra var Ebenezer Þórarinsson frá Ísafirði og sl. sunnudag gekk Auður Kristín, dóttir hans og margfaldur Íslandsmeistari á árum áður, í skíðaspor föður síns.

Auður er íþróttakennari í Salaskóla í Kópavogi, hefur lengi þjálfað og séð um kennslu á gönguskíðum og rekur Skíðagöngukennslu Auðar og Óskars ásamt Óskari Jakobssyni. „Ég hef meðal annars þjálfað fólk og hópa fyrir þátttöku í Vasagöngunni en aldrei gefið mér tíma til þess að takast á við þrekvirkið fyrr en nú,“ segir hún.

Bætir við í Morgunblaðinu í dag, að mörgum hafi þótt þetta undarlegt og hún hafi oft verið spurð hvort hún ætlaði ekki að vera með í næstu keppni. „Mér leiddist að vera með afsakanir og sagði að gangan yrði á dagskrá áður en ég yrði fimmtug. Hugsaði svo ekki meira um það fyrr en Ólafur Már Björnsson hringdi fyrir um fjórum vikum og minnti mig á að áfanginn væri í vor. Ég hef gjarnan verið með skíðakennslu í Tékklandi þegar Vasagangan fer fram en ekki að þessu sinni og því sló ég til.“

Sjá samtal við Auði í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert