Guðrún og Jón hafa verið algengustu nöfnin hér á landi í meira en 300 ár og rekja má skyndilega aukningu í vinsældum nafnsins Emma fyrir um 20 árum til sjónvarpsþáttarins Friends.
„Kalla- og kellinganöfn“ eru á undanhaldi og eftir því sem fólk er eldra er líklegra að það hafi fengið nafn afa síns eða ömmu.
Þetta er á meðal þess sem athuganir dr. Guðrúnar Kvaran, prófessors emeritus við Háskóla Íslands, á íslenskum nafnaforða hafa sýnt. Kynnti hún niðurstöður sínar á Hugvísindaþingi Háskóla Íslands um helgina en um erindi hennar er fjallað í Morgunblaðinu í dag.