Siglir ekki fyrir rafmagni fyrr en í vor eða sumar

Herjólfur á reynslusiglingu í Póllandi.
Herjólfur á reynslusiglingu í Póllandi.

Turnarnir sem settir verða upp í Landeyjahöfn og Vestmannaeyjahöfn til að tengja hleðslustöð Herjólfs við rafmagn koma með skipinu frá Póllandi. Tekur tíma að koma búnaðinum upp og verður Herjólfur því ekki rafdrifinn fyrst um sinn.

Vegagerðin áætlar að kerfið komist í gagnið í vor eða sumar. Turnarnir verða á hafnarbökkunum, við skipshlið. Þeir eru töluverð mannvirki og með arma sem ganga út í skipið.

Vestmannaeyjabær er að ganga frá breytingum á deiliskipulagi til að hægt verði að heimila byggingu hleðsluturns þar og HS Veitur hófu í gær að grafa fyrir streng frá aðveitustöð að skipshlið. Kapalleiðin er í því tilviki örstutt.

Fulltrúi skipulags- og byggingamála í Rangárþingi eystra hefur fengið teikningar af fyrirhuguðum turni við Landeyjahöfn og á von á að umsókn um framkvæmdaleyfi berist fljótlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »