50 björgunarsveitarmenn sinnt útköllum

Á Norðurlandi hafa björgunarsveitir aðstoðað bílstjóra í Ljósavatnsskarði.
Á Norðurlandi hafa björgunarsveitir aðstoðað bílstjóra í Ljósavatnsskarði. mbl.is/RAX

Tæplega 50 björgunarsveitarmenn hafa komið að útköllum vegna veðurs það sem af er degi samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar til vegna bíla sem sem fastir eru í ófærð á Hellisheiði og í Þrengslum á sjötta tímanum í dag, en fyrir voru þar hópar björgunarsveita sem manna lokanir á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði.

Á Norðurlandi hafa björgunarsveitir aðstoðað bílstjóra í Ljósavatnsskarði, við Héðinsfjarðargöng þar sem tveir bílar lentu í árekstri, og við Húsavík. Þá eru um tuttugu björgunarsveitarmenn í verkefnum við Eyjafjörð þar sem bílar sitja fastir og á Austurlandi manna björgunarsveitir lokun á Fagradal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert