„Hálfgert klúður frá upphafi“

Nýi Herjólfur á siglingu í Póllandi.
Nýi Herjólfur á siglingu í Póllandi.

„Mér kemur þetta ástand mjög á óvart. Ég er vanur því að það sé gengið frá öllum lausum endum jafnóðum og það séu engar svona uppákomur,“ segir Bárður Hafsteinsson, skipaverkfræðingur hjá Nautic ehf. Hann furðar sig á því hvernig haldið hefur verið á málum við smíði nýs Herjólfs.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær tilkynnti Vegagerðin að skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi, sem smíðar nýjan Herjólf, hefði á lokametrum verksins krafist viðbótargreiðslu sem nemur nærri þriðjungi af heildarverði skipsins.

Bárður segir í Morgunblaðinu í dag að saga nýs Herjólfs sé hálf klúðursleg frá upphafi.

„Það er nokkuð langur aðdragandi að þessu öllu saman. Vegagerðin leggur eftir því sem ég best veit fram teikningar að þessu skipi. Sá sem gerir frumhönnunina er Jóhannes Jóhannsson, skipatæknifræðingur, sem býr í Danmörku, og svo var boðin út frekari teiknivinna. Það var norskt fyrirtæki sem fékk þá vinnu. Síðan er skipasmíðastöðin látin bera ábyrgð á þessum teikningum þegar samið er, eftir því sem mér er sagt. Mér finnst það dálítið undarlegt. Þeir eiga að standa ábyrgð á djúpristu og þyngd skipsins, sem hönnuðu skipið. Svo heyrir maður að þegar þeir fara að vinna úr þessu þá komi í ljós að skipið verður allt of þungt. Það er líka of mjótt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert