Fannst hún lesa eigin ævisögu

Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Eggert Jóhannesson

„Þegar eldri strákurinn minn greindist fór ég, eins og foreldrar gera, að setja mig inn í þessi mál og vissulega, þar sem ég átti þrjá syni og tveir þeirra voru greindir með Asperger, fór maður að velta fyrir sér hvort þetta gæti verið í genunum,“ segir Guðlaug S. Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði en hún var greind með Asperger-heilkennið fyrir rúmlega ári en Asperger er röskun á einhverfurófi.

Margir ætluðu varla að trúa því að Guðlaug væri á einhverfurófinu þegar hún sagði frá greiningunni enda þekkt fyrir að vera mikið út á við; í stjórnmálum og starfi. Hún segir fræðslu um einkenni kvenna afar þarfa enda hefur sýnt sig að konur á einhverfurófi fá greiningu mun síðar á lífsleiðinni en karlmenn. Þetta hefur mikil áhrif á líðan þeirra og heilsu.

Eftir helgi verður heimildamyndin Að sjá hið ósýnilega frumsýnd en í myndinni koma 17 íslenskar konur á einhverfurófi fram. Það er kvikmyndagerðarfólkið Bjarney Lúðvíksdóttir og Kristján Kristjánsson sem eru höfundar myndarinnar Að sjá hið ósýnilega en Kraumar og Eyjafilm framleiða myndina í samvinnu við Einhverfusamtökin. Myndin verður frumsýnd í Íslenskri erfðagreiningu eftir helgi, 2. apríl, alþjóðlegum degi einhverfu, en myndin fer svo í sýningar í Bíó Paradís 9. apríl. Í myndinni er fjallað um hvernig einhverfa birtist hjá stúlkum og konum og leitast við að fá innsýn í aðstæður þeirra.

Blaðamaður Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins hitti fimm þeirra og hlýddi á þeirra sögu, þeirra á meðal Guðlaugar en Guðlaug segir að þegar hún horfi til baka þá sjái hún betur þau fjölmörgu einkenni sem hún hafði, sem barn, unglingur og fullorðin.

„Ég hef alltaf haft algjört límminni, ýmis séráhugamál og svo er það hitt og þetta eins og ég að hef aldrei getað eða kunnað „smalltalk“ – svona létt spjall um ekkert.

Þá er gelgjan í hálfgerðri þoku, þar sem unglingsárin snúast um tvíræð og óljós skilaboð í einhverjum augngotum og slíku en það er þetta með að eiga erfitt með að lesa í skilaboð sem eru ekki skýr. Á gelgjunni hugsaði ég bara hvað væri eiginlega að gerast og vá hvað ég hlakkaði til að verða tvítug og allir hættu þessu!

Mér hefur líka alltaf fundist óþægilegt að stíga á strik eða mislit gólf og sérstaklega ef ég er undir miklu álagi, þá koma öll þessi einkenni sterkt fram, þá er ég alltaf að hugsa um það – æ nei, það er gul rönd á þessum tröppum.

Það hefur tilheyrt mínu starfi í gegnum tíðina að tala mikið fyrir framan fólk en eins og þekkt er með einhverfa er hljómfallið hjá mér og tal frekar flatt. Ég hef alltaf verið meðvituð um að reyna að hafa svolítinn sveigjanleika í röddinni, lifandi hljómfall. Þannig að það eru mörg atriði sem ég hef haft bak við eyrað en ekkert sem mér fannst koma heim og saman í einhverja greiningu.“

Var ekki viss um að vilja greiningu

Þegar Guðlaug fór að lesa frásagnir kvenna sem höfðu fengið Asperger-greiningu fannst henni hún vera að lesa eigin ævisögu aftur og aftur.

„Á þeim tíma var ég farin að greina þetta dálítið sjálf og hugsaði með mér; jæja, það er bara flott, þá veit ég það en fann enga þörf hjá mér fyrir að þurfa að fá einhverja staðfestingu á því áliti mínu.

Svo í raun á þessum tíma gekk heilmikið á í mínu lífi og hvað mig varðar er það ákveðin tegund af árekstrum sem ég lendi ítrekað í. Og það er nú eitt af því sem vitað er, að fólk með þessa greiningu dregur oft ekki lærdóm af reynslu sinni og getur nýtt sér næst þegar það lendir í svipuðum aðstæðum.

Og hluti einmitt af ástæðunni fyrir því að mikilvægt er að koma auga á og fræða konur með einhverfu er til dæmis að þær átta sig oft ekki á að þótt þær lendi í erfiðri reynslu, þá er ekkert víst að þær tengi ef það sama gerist aftur, þær sjá ekkert merkin.“

Þegar Guðlaug hafði ítrekað gengið í gegnum árekstra ákvað hún að fara og láta athuga hvort hún væri hugsanlega á einhverfurófi.

„Ég fékk mjög góð viðbrögð og það sem ég var að vonast kannski eftir og gerðist var að fólk, sem var að velta fyrir sér kannski eigin ástandi eða dóttur sinnar, hafði samband. Ég er nákvæmlega eins og ég hef alltaf verið og hafi ég verið eitthvað galin þá er ég það líka núna! En í dag get ég frekar sett mér og öðrum meiri mörk.

Mér er ofarlega í huga hversu nauðsynlegt sjónarhorn einhverfra er samfélaginu, að við séum við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. Þegar sagan er skoðuð hafa einmitt oft einhverfir hugsuðir komið fram með góðar breytingar og nýjungar, verið ákveðið hreyfiafl. Þetta finnst mér mikilvægt, sem þátttakanda í pólitík og öðrum félagsstörfum, að tryggja sem breiðasta aðkomu ólíks fólks. Við þurfum á því að halda.“

Ítarlega er rætt við Guðlaugu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins og birtist viðtalið þar í fullri lengd.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Aðbúnaður kennara verði bættur

14:16 Ráðast þarf í aðgerðir til að gera störf leikskólakennara aðlaðandi og eftirsóttari en nú er, og hefjast strax handa af krafti um vor við ráðningar næsta skólaárs. Þetta kemur fram í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, en tölur um ráðningar í stöður kennara voru lagðar fram í borgarráði í dag. Meira »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Súper sól
Súper sól...