Tveggja milljarða inngrip

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands seldi erlendan gjaldeyri fyrir um tvo milljarða í síðustu viku til að verja íslensku krónuna falli. Á þriðjudaginn seldi bankinn gjaldeyri fyrir að jafnvirði 1,2 milljarða króna og á fimmtudag fyrir um 828 milljónir.

Fyrra inngripið er talið tengjast útflæði aflandskróna. Síðara inngripið kom í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins WOW air sem féll um morguninn.

Að sögn Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, eru þessi inngrip í takti við stefnu peningastefnunefndar Seðlabankans sem ítrekað hefur sagst hafa þann vilja og þau tæki til að halda verðbólgu við markmið til lengri tíma. Krónan veiktist nokkuð en inngripin dugðu til að róa markaðinn, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert