Níutíu prósent hafa notað lausnir Dokobit

Ólafur segir að ævintýrið hafi byrjað með einum pósti sem …
Ólafur segir að ævintýrið hafi byrjað með einum pósti sem sendur var á stofnanda Dokubit í gegnum Linkedin. Árni Sæberg

Níutíu prósent Íslendinga hafa notað stafrænar lausnir Dokobit án þess að átta sig endilega á því, enda fer notkunin fram um heimabanka og ótal önnur kerfi sem bjóða upp á stafrænar auðkenningar og undirskriftir. Lausnir Dokobit eru leiðandi á þessu sviði á íslenska markaðinum en félagið hefur síðan árið 2021 verið í eigu norska tæknifyrirtækisins Signicat eins og Ólafur Páll Einarsson framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi útskýrir í samtali við ViðskiptaMoggann.

„Signicat er með um 500 starfsmenn á 18 skrifstofum víða um Evrópu. Signicat hefur stækkað mjög hratt á síðustu árum og hefur verið tilnefnt sem eitt af 1.000 hraðast vaxandi fyrirtækjum í Evrópu í þrjú ár í röð,“ segir Ólafur.

Breiðasti stuðningurinn

Hann segir að fyrirtækið sé með breiðasta stuðninginn við rafræn skilríki í heiminum, 35 skilríki alls, þar á meðal íslensk rafræn skilríki frá Auðkenni.

Ólafur segir að Signicat hafi á síðasta ári náð nokkrum merkilegum áföngum.

„Við höfum til dæmis framkvæmt yfir 450 milljón auðkenningar og 22 milljón rafrænar undirskriftir. Yfir 13.000 fyrirtæki frá 44 löndum nota lausnina okkar sem hluta af sinni starfsemi.“

Á Íslandi bjóða að sögn Ólafs þrír birgjar upp á sambærilegar lausnir.

„Þegar horft er til fjölda undirskrifta í hverjum mánuði erum við langsamlega stærst.“

Um verðlagningu segir Ólafur að sökum þess hve mikið magn af undirskriftum Dokobit notar frá Auðkenni í hverjum mánuði njóti viðskiptavinir þess í lægra verði.

Nánar er fjallað um málið í viðtali í ViðskiptaMogganum

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK