Leita til hjálparsamtaka vegna fermingar barna

Í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar í Hátúni 12 í Reykjavík.
Í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar í Hátúni 12 í Reykjavík. mbl.is/Golli

Talsmenn hjálparsamtaka hér á landi segja hjálparbeiðnir vegna ferminga þegar farnar að berast.

Felst aðstoð þessi í sérstakri aukaúthlutun þar sem veittur er innkaupastyrkur fyrir fermingarveisluna og aðstoð við fatakaup á fermingarbarnið. Í einhverjum tilfellum geta hjálparsamtök einnig útvegað borðskraut og tertu fyrir veisluna.

„Til að fá aðstoð þarf viðkomandi að koma með staðfestingu frá presti þess efnis að barnið sé að fermast og skattaskýrslu. Því næst er þessi beiðni metin af okkur áður en til úthlutunar kemur,“ segir Aðalheiður Fransdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið.

Aðspurð í umfjöllun um  mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hún svipað marga munu biðja um fermingaraðstoð í ár og á seinasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert