Mótmælendur handteknir í dómsmálaráðuneyti

mbl.is/Eggert

Fimm mótmælendur voru handteknir í húsakynnum dómsmálaráðuneytisins um fjögurleytið í dag, að því er fram kemur í tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, en mótmælendurnir neituðu að hlýða ítrekuðum fyrirmælum lögreglumanna um að yfirgefa húsnæðið og voru því fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert