Spillivagninn fer aftur á stjá í borginni

Borgarbúar munu geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn …
Borgarbúar munu geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum á ákveðnum tíma. mbl.is/Eggert

Í tilraun til þess að auka flokkun og skil raftækja og spilliefna hrundi Reykjavíkurborg af stað verkefninu Spillivagninum síðasta haust og hefur nú verið ákveðið að Spillivagninn verði með í vorverkunum.

Spillivagninn safnar raftækjum og spilliefnum í hverfum borgarinnar og gerir heimilunum auðveldara að flokka. „Vagninn fer um til að auðvelda íbúum að losna við smærri raftæki og spilliefni á öruggan hátt. Borgarbúar munu geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum á ákveðnum tíma,“ segir í tilkynningu frá borginni. Enn er þó hægt að skila úrgangsflokkunum á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Íbúar skiluðu 1638 kílóum af spilliefnum í 177 ferðum síðastliðið haust. „Vorið eru tími hreinsana og það er von átaksins að voráætlun vagnsins fari vel framúr haustinu. Markmið átaksins er að auka magn raftækjaúrgangs og spilliefna sem er meðhöndlaður með réttum hætti.“

Spillivagninn tekur meðal annars á móti rafhlöðum og -geymum, ljósaperum, málningu, lakki, hreinsiefni, stíflueyði, skordýraeiri og minni raftækjum.

Voráætlun spillivagnsins er eftirfarandi: 

Árbær – þriðjudaginn 7. maí kl. 15–20 við Árbæjarlaug.

· Breiðholt – þriðjudaginn 23. apríl kl. 15–20 við Breiðholtslaug. 

· Bústaðir/Háleiti – þriðjudaginn 16. apríl kl. 15–20 við Austurver. 

· Grafarholt/Úlfarsárdalur – þriðjudaginn 30. apríl. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg. 

· Grafarvogur – fimmtudaginn 9. maí kl. 15–20 við Spöngina.

· Hlíðar– þriðjudaginn 11. apríl kl. 15–20 við Kjarvalsstaði. 

· Kjalarnes –fimmtudaginn 2. maí kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund 

· Laugardalur – þriðjudaginn 9. apríl kl. 15–20 við Laugardalslaug 

· Miðborg – miðvikudaginn 17. apríl kl. 15–20 við Sundhöllina

· Vesturbær – mánudaginn 24. apríl kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert