16 þúsund nýttu sér Strætó á gráum degi

Meðalnotkun á appinu á virkum dögum er 12 þúsund manns.
Meðalnotkun á appinu á virkum dögum er 12 þúsund manns. mbl.is/Valli

Notkun á Strætó-appinu jókst um 33% á „gráum degi“ í gær þegar 16 þúsund manns nýttu sér appið. Þar af voru 5.140 sem nýttu sér frían dagspassa sem veittur var í tilefni dagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó, en meðalnotkun á appinu á virkum dögum er 12 þúsund manns.

Þá bættust 1.846 nýir notendur við í appið þegar tilkynnt var um gráan dag á sunnudag.

Í samtali við mbl.is í gær sagði Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að til greina kæmi að endurskoða það fyrirkomulag að farþegar þyrftu að vera með appið til þess að fá frítt í Strætó á gráum degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert