Grái herinn ætlar í mál við ríkið

Tekjutengingar eru miklar, að mati Gráa hersins.
Tekjutengingar eru miklar, að mati Gráa hersins. mbl.is/​Hari

Aðgerðahópur Gráa hersins undirbýr nú málssókn gegn íslenska ríkinu og hefur stofnað sérstakan málssóknarsjóð til að vera fjárhagslegan bakhjarl sinn.

VR hefur lagt baráttunni til eina milljón króna, fleiri stéttarfélög lofa stuðningi og Félag eldri borgara í Reykjavík samþykkti að gerast stofnaðili málssóknarsjóðsins með hálfrar milljónar króna framlagi.

Þetta kom fram í ávarpi Finns Birgissonar og Ingibjargar Sverrisdóttur á landsfundi Landssambands eldri borgara í Reykjavík í gær. Þau hafa ásamt Wilhelm Wessman unnið að undirbúningi málssóknar vegna „óréttlátra og yfirgengilegra tekjutenginga í lífeyriskerfi almannatrygginga,“ eins og það var orðað í ávarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka