Olís kaupir Mjöll Frigg

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. mbl.is/Sigurður Bogi

Olíuverzlun Íslands ehf. undirritaði í dag samning um kaup á öllu hlutafé í Mjöll Frigg ehf., en seljendur eru Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. og stjórnendur Mjallar Friggjar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Olís. Þar segir að Mjöll Frigg hafi áratugareynslu við að veita öllum iðnaði á Íslandi góða þjónustu og hafi þróað sína hreinlætisefni eftir þörfum iðnaðarins. Fyrirtækið hafi framleitt sín efni í samvinnu við kaupendur vörunnar síðan 1929 og miðað við þarfir íslenska markaðarins. Tekjur félagsins námu 663 milljónir króna árið 2018 og hjá því starfa 15 í dag.

„Það er stefna Olís að veita viðskiptavinum sínum betri og víðtækari þjónustu og eru kaupin á Mjöll Frigg ehf. hluti af þeirri stefnu félagsins.“

Kaupsamningur var gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert